Verði ljós - 01.10.1896, Blaðsíða 11

Verði ljós - 01.10.1896, Blaðsíða 11
155 Ætli vantrúin sjái þctta ekki? Á því gctur víst enginn eii leikið, en hún varast að láta á því bora. Dauðadómur trúarinnar er einmitt bið siðasta takmark vantrúar- innar. Það sem vantrúin þráir beitast cr þetta, að moga standa yfir moldum trúarinnar! Til skamms tíma kvað það verið liafa almennur siður í aust- urlöndum, þcgar einhver tiginn maður fjell í ónáð konungs fyrir einhverra hluta sakir, að kouungurinn sendi þessum manni silki- reipi til þess að hengja sig í. Þegar vantrúin sendir trúnni vinarkveðju sína og krefst þess, að hún viðurkenni sig jafn ágæta og rjettháa trúnni, — þá er þess- ari kröfu vantrúarinnar líkt varið og silkireipi austurlandakonungs- ins. Það, sem vantrúin heimtar, — auðvitað í nafni umburðar- lyndisins! — er, þegar vcl er að gáð, þetta, að trúin fremji sjálfs- morð. Getur maður með sanngirni láð trúnni það, að hún vill ekki sinna slíkum kröfum? — En þegar nú kristinn maður, scm sjálfur heflr reynt ágæti trúarinnar í lífi sínu og sjeð blessunarrík áhrif hcnnar á líf annara manna, já hcilla þjóðfjelaga, þar scm hann á hinn bóginn hefir sjeð hvers konar spillingu, synd og dáðleysi fara í hælunum á vantrúnni, — þogar hann nú sjer vantrúna byrja að ryðja sjer til rúms með því að brjóta virki trúarinnar, hvar sem því verður við Icomið, þegar liann sjer æskulýðinn safuast utan um vantrúarpost- ulana og taka við boðskap þeirra sem nýju evangelíi, þá skyldi maður ætla, að hver skynsamur maður hlyti að viðurkenna, að hann ekki aðeins hafi fullan rje.lt og hcimild til þcss að verja trú sína og ráðast á virki vantrúarinnar, heldur sje það jafnvel shylda, já kristilog kærlciksskylda hans. Því hafi maðurinn sjálfur reynt dýrmæti trúarinnar og sje hann sannfærður um, að trúin ein geti helgað og fullkomnað líf mannsins á jörðu og opnað honum hlið himnaríkis, þá getur það ckki verið annað en skylda hans sem kristins manns að gjöra alt það, sem í hans valdi stendur, til þess að sporna við því, að vantrúin nái valdi yfir bræðrum lmns og steypi þeim í glötun þessa heims og annars. En á engum hvílir þossi skylda frcmur cn oss, sem boða cig- um fagnaðarerindi drottins vors Jesú Krists og verja hjörð hans

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.