Verði ljós - 01.06.1897, Blaðsíða 4

Verði ljós - 01.06.1897, Blaðsíða 4
84 að taka hendi til nokkurs lýjandi verks, af því að þcir hafa þjóna á hverjum fingri, seni fara, þegar sagt er við þá „farðu“, og koma, þegar sagt er við þá „komdu!“ Að fátæklingarnir, sem dagsdag- lega verða að berjast við hinar þungu áhyggjur fyrir lífinu, fyrir því, hvernig þeir eigi að geta fengið satt hina mörgu munna, sem biðja um brauð, — að þeir sjeu á meðal þeirra, sem Jesús ávarpar, það geta menn skilið; en hitt veitir þeim erfiðara að skilja, að orðin nái einnig til þeirra, sem lifa í alsnægtum, í dýrðlegum fögn- uði hversdagslega vitandi ekki aura sinna tal. Að hinir fáfróðu, sem eingöngu lifa fyrir munn og maga og hugsa ekki um neitt æðra en þetta, hvað þeir eigi að eta og drekka og með hverju þeir eigi að klæða sig og hvernig þeir geti fengið þessum þörfum sínum fullnægt, — að þeir menu sjeu meðal þeirra, scm Jesús kall- ar, það geta menn skilið; hitt þar á móti virðist þeim óskiljan- legra, að hinir vitru heimsins sjeu á meðal þeirra, spekingarnir, vísindamennirnir listamennirnir eða hvað þeir nú heita, allir þess- ir menn, er lifa fyrir hinar háu hugsjónir og eru að grafa dýrar perlur upp úr andans akri. Og þó er því svo varið að frarmni fyrir Jesú Kristi hverfur allur mannamunur; þar er enginn munur á ungum og görnlum, ríkum og fátækum, vitruni og fáfróðum, — þegar hann segir: „Komið til mín allir þjer, sem erfiðið og eruð þunga hlaðnir!“ þá nær ávarp hans til allra manna án undantekn- ingar, því að hve ólíkt sem æfikjörum þeirra kann að vera háttað í lífinu, þá er þó þetta sameiginlegt fyrir þá alla, að þeir hafa allir sína byrði að bera og þessi byrði er syndin. Syndin hvílir jafnt á öllum mönnum og frá henni streymir hvers konar sjúkdómur, sorg og neyð, hvers konar sársauki og mæða, já sjálfur dauðinu, gesturinn, sem bíður vor allra, en oss alla hryllir við. Og svo er annað sameiginlegt fyrir þá alla, að þeir bera allir hjarta í brjósti, hjarta, sem er ákvarðað til samfjelags við guð, hjarta, sem þráir frið og hvíld, hjarta, sem þyrstir eptir guði, eius og hjörtinn þyrstir eptir hinu rennandi vatni. En af því að þetta tvennt er sameiginlegt fyrir alla menn, að þeir stynja undir fargi syndarinnar og bera friðar- og hvíldarþyrst hjarta í brjósti, og að heimurinn hins vegar hvorki getur Ijett af þeim byrðinni nje sval- að þorsta hjartans, — þess vegna stendur hann þarna, frelsarinn guðdómlegi, með útbreiddan líknarfaðminn og segir: „Komið til mín allir þjor, sem erfiðið og eruð þunga hlaðnir11, — því að hann eiun getur Ijett af oss syndabyrðinni, hann einn getur svalað þorsta hjartans. Og hanu segir: „Komið til mín allir!“ því að kærleik-

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.