Verði ljós - 01.11.1897, Síða 9
169
farið, að kraptur guðs orða styrki oss til að feta í fótspor Jesú á vegi
auðmýktar, sjálfsafneitunar og bróðurkærleika. Eh þar sem alt þetta
þrent starfar saman, þar er og drottinn Jesús Kristur sjálfur nálægur
með sínu ljósi, yl og krapti, en þar sem Jesús þannig er nálægur, þar
getur veturinn með hörkum sinum og frostum, hríðum og stormúm als
eldd náð inn í hjartað, svo að þar getur haldið áfram að vera sumar
með sælu og gróður, þótt kuldinn nísti fyrir utan oss.
Svo veri þá það orð vors guðs, sem að eilífu stendur stöðugt, vort
ljós, ylur og kraptur á komandi vetrartíð. Vjer þurfum sizt að kvíða ef
Jesús Kristur er með oss, hann sem er hið eilífa guðs orð i persónu-
legri mynd. En þar sem liann er með sínu orði og sínum auda, með
sínu ljósi og sínum krapti, þar hljóta fram að vaxa af lijartnanna jarð-
vegi hin óvisnanlegu blóm trúar, vonar og kærleika, því þar er sífelt
sumar — sumar í hjarta mannsins jafnvel mitt í vetrarliörkunum.
____________________J. H.
Hrópandi tölur.
Útgefendum blaðs þessa hefir ekki svo sjaldan verið slett því i
nasir í seinui tið af ýmsum góðum mönuum, að flest af þvi, sem i
„Verði ljós!“ lieiir verið sagt um kirkjulega ástaudið í landinu,
bæri áþreifaulega vott um mikla vanþekkiugu á ástandiuu eins
og það væri í raun og veru, og ekki var það sízt látið klinga af ein-
stöku mönnum á síðustu prestastefnunni. Nú er það ekki nema sjálf-
sagt, að útgefendum „Verði ljós’s“ geti skjátlazt eins og öðruhi dauð-
legum mönnum og þeir geta ekki annað en verið þakklátir hverjum
þeim, er góðfúslega telrar sjer fyrir lieudur að leiða þá út úr villunni
og vanþekkingunni með því að sýna fram á það með rökum, að þeir
hafi á röngu að standa. En meinið er, að þeir, sem helzt hafa borið
oss á brýn vauþekkingu á kirkjulega ástandinu í landinu, hafa varast
það eius og lieitan eldinn að leiða rök að orðum sínúin. Gagnvart þeim
fiuuum vjer því enga skyldu á oss hvíla, til að bera af oss vanþekk-
ingar-vitnisburðinn. Oss stendur svo hjartanlega á sáma, hvað þessir
menn álíta um oss eða um þekkiugu vora á þeim efuum, sem um er að
ræða. En öðru máli er að gegna um lesendur „Verði ljós’s“. Gagn-
vart þ.eim höfum vjer þá skyldu á oss hvílandi, áð láta þá sjá'það
svart á hvitu, að skoðanir þær, sem blaðið heldur fram viðvikjándi
kirkjulega ástandinu, sjeu ekki gripnar úr lausu lopti, heldur hafi hin
ríkustu rök við að styðjast. Heir geta átt heimtiugu á því, að vjer ó-
gildum vanþekkingar-vituisburðinn, sem oss hefur verið geíinu i seinni
tið, bæði á mannfundum og prenti.
Vjer höfum haldið því fram lijer i blaðinu, að tfúai-lífið á íslandi
væri í hiuni mestu niðurlægingu og hnignaði ár frá ári; þetta segja