Verði ljós - 01.12.1898, Qupperneq 5
181
vikum seinna stóð brúðkaup þeirra. Lavater var enn þá embættislaus,
og tekjurnar, sem hanu hafði, sérstaklega af kenslu, voru ekki svo
miklar, að þau gætu haldið liús sjálf; þess vegna urðu þau í 8 ár að
búa hjá foreldrum hans og hafa alt sameiginlegt við þau. Þetta var í
fyrstu mjög svo óþægileg staða fyrir Önnu, því að tengdamóðir hennar,
svo gáfuð og andrík sem liún var, þótti nokkuð smámuuasöm og stór í
geði ef út af bar. Auk þess var Lavater sjálfur stirðlyudur maður og
ekki ávalt gott að gjöra svo houum líkaði. Eu með stillingu sinni og
hugprýði tókst Önuu smámsaman að vinua bug á þessum erfiðleikum.
Húu lærði smámsaman hina erfiðustu allra lista, að slaka til og láta
undan, þegar vilji hennar koin i bága við annara vilja, og að þegja,
heldur en að svara, þegar henni var gjört rangt til, treystandi því, að
guð mundi uin síðir leiða í ljós hið sauna og rétta í hverjum hlut. Gæti hún
ekki með öðru móti haft áhrif á maun sinn, bað hún guð innilega fyrir
honum, að honum mætti takast að nema þá íþrótt, að temja skaps-
muni sína.
í dagbók sinni segir Lavater iðulega frá smáatvikum, er sýna
það bezt, hvílík kona húu reyndist honum.
„Einu sinni — skrifar Lavater — var vinnustúlkan að taka til í
herberginu minu; ég var þá sem oftar í vondu skapi. Eg hafði lagt
rikt á við hana, að snerta ekki eða rugla bókum og blöðum á skrif-
borði míuu; ég beið óþolinmóður eftir að hún lyki starfi sínu og kall-
aði loks upp, hvort hún væri búin, en þaut strax, án þess að bíða
svars, upp í lierbergi mitt. Stúlkunni varð svo hverft við, að hún rak
sóflskaftið í blekbyttu í bókaskápnum og velti henni niður á borðið.
Eg varð fokreiður og mælti: „£>ú ert ljóti bjálfiun, — sagði óg þérþað
ekki skilmerkilega, að þú ættir að fara varlega'*. I saina bili kom
konan min iun, en ég lét dæluna gauga, rótt eins og einliver stórkost-
legur skaði væri skeður, en hugsaði ekkert um að gá að því áður.
Allur skaðinn reyndist eftir alt saman ekki meiri en það, að nokkrir
blekblettir höfðu komið á gamlan þerripappir á borðinu. Stúlkan fiýtti
sér út, eu konan mín lagði handlegginn um hálsinn á mér og sagði:
„Jóhann! 3?ú eyðileggur heilsuna þíua með þessu, elskan min“. Eg
reyudi að komast undau, en gat ekki; með innilegum kærleika liallaði
hún höfði sínu upp að mér. Nú blygðaðist ég mín yfir sjálfum mér,
þagnaði og sagði loks með grátstöfum : „Það er mikil skömm að þvi,
hvílíkur þræll geðsmuna minna ég er. Þessi synd nær sífelt meiri tök-
um á mér!“ „Nei, góði miun, það liða oft dagar og vikur, sem þú
ekki lætur reiði þíua yfirbuga þig!“ svaraði hún í stað þess að finna
að við mig; „eu nú skulum við sameiginlega biðjast fyrir“. Og svo
leiddi hún mig inn i herbergi sitt og baðst fyrir heitt og innilega, en
jafnframt svo barnslega og látlaust, að hjarta mitt styrktist margfald-