Verði ljós - 01.05.1900, Blaðsíða 5

Verði ljós - 01.05.1900, Blaðsíða 5
69 # tíma má telja að kirkjustjórn landsius væri komin á fastan fót. Á 11. öldinni má sjá, að mikil breyting til batnaðar verður á liugsunarbætti manna og er ómögulegt annað en eigna það beinllnis áhrifum kristin- dómsins; flestallar sögur vorar gerast i heiðni og á fyrsta fjórðuugi 11. aldarinnar, en ur því þrjóta þær nær því alveg, þangað til líður að Sturlungaöldinui, að undantekuum bislarpasögunum ; orsökin lilýtur að vera sú, að úr þvi gerist svo lítið sögulegt. En livað er helzta efnið í sögunum ? Vígaferli og óeirðir, og það er þetta, sem hverfur að mestu þegar þeir menn eru búnir að ná fullorðinsaldri, sem alist hafa upp í kristiuni trú. Eram að kristnitökunni þótti nauðsynlegt að fylgja heil- ræðinu í Hávamálum: „Vápnum sinum skala maðr velli á feti ganga framar", en laust eftir 1100 er getið um fjölmenui mikið á alþingi, sem von var, því að þá reið til þings nálega hver bóndi á landinu, og þá var þar þó að eins ein stálhúfa. Pyrir áhrif kristindómsins öldina á undan gátu menn verið svo öruggir um sig. Þegar 6 árum eftir að kristni var lögtekin, voru hólmgöngur bannaðar hér á landi, og er mjög liklegt að það hafi verið af því, að ekki liafi þótt sæma kristnum mönnum, að útkljá deilur sínar á Jsanu hátt. Sarnfara óeirðunum í heiðninni var grimd og miskunuarleysi við munaðarleysingja og bágstadda menn; sögurnar bera margfaldan vott um, livað manulífið var lítils metið, og í liarðæri hikuðu menn ekki við að gera héraðssamþyktir um að gef’a upp gamalmenni og vanheila menn og veita þeim enga björg ; en þegar tíundarlögin voru samþykt fyrir forgöngu Gissurar biskups, þá var ákveðið, að fjórðungur tiuudarinnar skyldi ganga til þurfamanna, en hún nam Jjá árlega ’/ioo Parti af allri eign landsmanna, og fleira bendir á, að menn fundu sér Jjá skylt að bera umhyggju fyrir bágstöddum mönnum, og Jjrældómuriun var þá með öllu horfinn. Það er kristindónmrinn eiugöngu, sem gert hefir Jjessa breytingu á iiugsunarhætti manna. Það er alkunnugt, hvílíkir framúrskarandi ágætismenn hiuir fyrstu biskupar voru. Þar sem það voru landsmenn sjálfir, sem völdu þá, Jjá sýnir þetta, að þeir höfðu við kosniuguna eingöngu fyrir augum hags- muni kirkjunnar, og vildu velja þá eina menu, er Jieir treystu bezt t-il að efla málefui kristindómsins, og þó að hinir fyrstu biskupar hefðu litið ytra vald, þá lilýddu menn samt yfir höfuð þvi, er þeir fyrirskipuðu, til að efla sanuan kristindóm, guðs ótta og góða siði; að vísu segir í Huugurvöku, sem rituð er eftir frásögu niðja Isleifs biskups, að hann „hafi liaft nauð mikla í sínum biskupsdómi sakir ólilýðni manna“, eu þetta mun fremur mega skoða sem vott um, að lsleifur liafi eigi getað heft svo ósiði mauna sem vilji hans var til, en um að honum hafi orðið lítið

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.