Verði ljós - 01.07.1901, Side 6

Verði ljós - 01.07.1901, Side 6
102 rannsaka, leggur þeim upp i hendur. Eftir tilvisun þessara frumferla fara svo aðrir sömu brautina, oft og tíðum lengra enn fyrirrennararuir, oft og tíðum breytandi frumstefnu þeirra í uýjar át.tir. Þetta, í stuttu máli er gangur allrar mannlegrar þekkingar. Eyrst er liún tru, ætluu, hyggja, sem hvílir vært á skauti algengrar ímyndunar. Þar næst tekur hún að rumskast og ieita sér ljóss til að fara á fætur við; þá tekur við rannsókn- ar-skeiðið og — stórsigrar sannleikans. Langt er frá því, að öll visindaleg rannsókn sé það bákn, er flest- um só ofjarl að fást við, eða, að uiðurstaða hennar sé sá leyndardómur, sem fæstum sé gefið að botna í. í þúsundum tilfella er niðurstaða vís- indalegrar rannsóknar orðin þegar sameign manulegs anda. Og, að því er til rits séra Jóns Helgasonar kemur, þá eru það látalæti eiu, að at- hugalir menu, ekki að tala um presta, geti ekki sóð þegar í lieudi sór, að hve miklu leyti hin visindalega rannsókn er rökstudd, eða ekki. Ef að jafn-margar sannanir yrðu færðar íram úr Iíeimskringlu fyrir þvi, að Snorri Sturluson væri ekki höfundur þess rits, eins og séra Jón færir fram úr fimmbókaritiuu fyrir þvi, að Móse só ekki höfundur þess, mundi nokkurum íslendingi, lærðum eða leikum, detta annað í hug, enn að játa það sanuað, að Snorri væri ekki höfundurinn ? Getur nokkur maðurfært i sögu dauða sinn og greftrun að því viðbættu, að enginn viti til þessa dags hvar gröf sín sé? Hver getur lýst viðburðum hinu megin ár, er aldrei sjálfur var hérna inegin hennar? Er það nokk- urum manni með heilu viti ofraun, að svara sér hér sjálfur? En séra Jón‘kemur með ekkert nýtt frá eigiu brjósti, segir að eins það sem aðrir liafa sagt áður’! Þar syudgar nú séra Jón í virðulegum hóp, sem mig undrar, að mótstöðumenn hans hafa ekki komið auga á — því að hópurinn eru þeir sjálfir. Séra Jón gerir það, sem allir vís- indamenn verða að gera: hann rekursannaua-kerfi sitt samkvæmt þeim, sem á undan honum hafa farið sömu leið. Sakar vætti hans (evidence) eru ritin sjálf og söguviðburðir, sem eigi verða vefengdir né rengdir, og sókn lians öll hvilir á eðli lilutarins (‘ratio rei’). Þessa verða mótstöðu- menn sóra Jóns að láta hann njóta, því að það er sannleikúr málsins. En hitt skií'tir engu máli, livort rit hans er frá eigin brjósti, eða, birtir rannsóknir írægra manna; því að það sem á veltur er þetta: Fer liann með s a 11 mál? Engum dettur i hug að varpa rýrð á hagfræðislegt rit manns fyrir það, að liann kveðst styðja það á Adam Smith, eða á stjörnufræðisbók, sem ber fyrir sig Isaac Newton. Að siuu leyti hafa nú mótstöðumenn séra Jóns líka aðferð og þeir segja, að hann hafi sjálfur. Ekki hafa þeir neitt af eigin brjósti að bjóða því til sönnunar, að Móse hafi ritað þær bæknr, sem bera nafn hans. Þeir bera fyrir sig margra alda átrúnað, imyndun Gyðinga, og siðan kristinna manna, alt ofan frá guðspjalla tíma til þessa dags: með öðrum orðum, ‘skoðunina’ sjálfa sem séra Jón ræðst á. En það er liið óhoppi-

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.