Verði ljós - 01.07.1901, Page 11

Verði ljós - 01.07.1901, Page 11
107 Se-Osiris var árs gamall, mættu menn hafa sagt, að hann væri tveggia ára, og þegar hann var tveggja ára, að hann væri þriggja ára. Hann var mikill og sterkur. Hann var settur til náms, og reyndist jafnsnjall ritaranum, er þeir settu til að kenna honum. Þá tók baruið Se-Osiris, að mæla galdra við ritarana af húsi Lífsins1 í Memphis, og allan heim undraði á honum. Og þegar hann var tólf ára gamall varð sú reyndin á, að enginn góður ritari nó lærður maður i Memphis var honum jafnsnjall að lestri, né í því að rita (galdra-) veð“. Þá getur sagan þess, að hann liafi sótt heim liina lærðu menn í hofinu (musterinu) og þar ,,bæði Idýddi hann til þeirra og lagði fyrir þá spurningar, og alla, sem heyrðu liann, undraði á skilningi hans og andsvörum11. Sbr. Lúk. II, 40. 42. 46—47. Hér leynir það sér ekki hversu ná-svipuð þessi egipzka þjóðsaga er þeim stöðum í guðspjöllunum, sem til er vitnað að ofan. Nú virðist alt henda til þess, aðjþessi egipzka saga hafi þegið frá guðspjöllunum þá kafla, sem til þeirra svipar. Einkum er það nafuið Jesús, sem gerir þetta sennilegt; því að það er nafn, sem ekki þekkist í Egiptalandi, og verður ekki leitt saman við neiun egipzkan orðstofn, er merki það, sem Jesús merkir á hebresku: lausnari. ímyndað gætu menn sér, að dvöl foreldranna og barnsius hefði orðið lengri á Egiptalandi en af guð- spjöllunum er að ráða, og að þau hefðu liorfið aftur heim, þá er sveian- inn var tólf ára gamall, og orðiun frægur fyrir gáfur og audlegau þroska, svo að æskufrægðar sagan hefði orðið til á Egiptalandi, og fluzt með foreldrum og barni til Gyðingalands. Rynnu þá báðar sögurnar úr einni og sömu sagnarlind. En ekki virðist þetta eius líklegt eins og hitt; en þó líklegra heldur en það, að guðspjölliu hafi þegið lán lijá gamalli egipzkri þjóðsögu. Um Se-Osiris þekkja menn enga sögu eldri, eun sem komið er, en þá, sem þessi skrá birtir; lifði þó sagna- kappinn, faðir hans, 1300 árum áður. Virðist jiað undarlegt, að frægð- arsaga hins unga sonar haus skyldi ekki hafa læðst inn í allau þanu sagna-sæg, sem af honum fór, fyrri en 76 árum e. K., ef jiað orð fór af syniuum tólf vetra göndum og yngri, sem þessi nýja skrá lýsir. Að svo komnu máli verða inenn að ætla, að egipzka sagan hafi láuað hjá guðspjöllunum þá kafia, sem hér skifta máli. Er það |>ví máli enn til stoðar, að sá sem letrað hefir söguna, hefir lagfært lesmálið á ýinsum stöðuin, svo að ætla mætti, að hauu hefði fyrst misgálega skrifað það er annar las fyrir honum, en lagfært afbrigðin þá, er hann las upp hið skráða og hinn beuti honum á það, hvar lionum hafði orðið á. Um mörg ár áðr en Jiessi „demotiska11 saga var letruð hafði Markús guðspjallamaður flutt íagnaðarerindi Krists í Alexandríu; dó liauu Jiar, að -því er sögusögnin segir, árið 67 e. K., svo að saga þessi er 1) Partur af hofi Phtahs, eins konar háskóli fyrir ogipzk visindi,

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.