Verði ljós - 01.05.1902, Blaðsíða 10

Verði ljós - 01.05.1902, Blaðsíða 10
74 fyrirkomulaginii, geti engan veginn orðið að fullkomnu liði í söfnuðuin með fríkirkjufyrirkomulagi. En svo kemur þriðja ástæðan, sem virðist vera höfuðástæðau. Þar segir höf: „Og svo er enn eitt. Ef dæma má um auda þann, sem býr í prestaskóla Islands og ásýud hans í hlaði prestaskólakennarans, „Verði ljós!" — eins og það blað hefir verið í seiuni tið‘, — þá er mjög vafasamt, að prestlingar frá Reykjavlkur prestaskóla geta í'engið inngöngu í kirkjufélag vort. Með löggjöf frá kirkjuþingi árið 1893 er fyrirskipað, að allir þeir, sem um prestsem- bætti sæki innan kirkjufólags vors, skuli vera prófaðir og skuli þeir gjöra grein týrir sinni kristilegu trúfræði. Nú þarf euginn að láta sór detta í hug, að nokkur guðfræðingur kæmist gegn um það próf og fengi inótmælalaust inngöngu í kirkjufólag vort, sem t. a. m. fylgdi stefnu hiunar „hærri kritíkar11 og vefengdi það guðs orð, sein hann þó á að skuldbinda sig til að kenua“. Svo hljóðar þá höfuðástæða sóra Björus fyrir því hversvegna þeir „geti ekki lengur haí’t gagn af hjálp frá íslandi.11 Vér höfum leyft oss að undirstrika það, er oss fannst einkennilegast í henni. Ekki furðum vór oss ú því, þótt kirkjufólagið vilji prófa þá er sækja um prestsstöðu i þjónustu þess, og ekki skulum vór heldur fást uin það, þótt kirkjufólagið heimti af kandídötunuin, að þeir „gjöri grein fyr- ir sinni kristilegu trúfræði11, þótt oss þykja það óneitaulega kyuleg krafa. Eu það er tvennt i þessari klausu höfundarius, sem oss furðar ú stórkostlega, að nokkur maður, sem úlítast vill ínentaður, skuli láta út úr sér á prenti. Hið fyrra er þetta, að liöf. lýsir hátíðlega yfir því, að enginn þurfi að láta sór detta í hug, að nokkur guðfræðingur, er fylgi stefnu hinnar „hærri kritíkar11 fái staðist þetta próf. Eyr má nú vera skoðana-ófrelsi. Látum svo vera, að t. a. m. forseti kirkjufólagsins reyndist á sinum gömlu dögum svo afar þröugsýnn að neita að vígja til prests mann, er fylgdi þessari stefnu; slikt væri ef til vill afsakau- legt, on að nokkur prófnefnd færi að gjöra manu rækan frá próíi fyr- ir þá sök eiua, að hann hefir ákveðna skoðuu á guðfræðilogu atriði, er ekki suertir höfuðatriði vorrar kristnu trúar, trúna á þríeinan guð, ineira en spursmálið um uppruna bóka ritningarinnar, hveuær og af hverjuin þær séu samdar o. s. frv., slikt bæri vott um nieira þröngsýni 1) Höf. á auösjáanlega við timann, sem liðiun or síðan vér fyrir þrem árum dirfðumst að vefengja vísindalegt gildi ritgjörðar höfundarins um inn- blástur ritningarinnar i Aldamótum og moira að sogja töldum liana i ýmsum atriðum varhugavorða.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.