Verði ljós - 01.01.1903, Qupperneq 10

Verði ljós - 01.01.1903, Qupperneq 10
VEBÐl LJÓS! l>ví að þegar litið er á kröíurnar sjálfar, þá er þeim svo varið, að kristindómurinn heimtar ekki neitt það af mauninum, sem ekki manns- ins eigið hjarta heimti af honum, þegar vel er að gáð. Kristindómur- inn aðeins hjálpar til þess, að rödd hjartans tekur að láta til sin heyra, rödd hins innra manns í oss, rödd hins bezta, hins sannasta, hins íeg- ursta, rödd mannsins 1 syndaranum, sem til þessa hefir ekki feugið að láta til sín heyra fyrir rödd — fyrir óhljóðum syndarans i mann- inum. Og hvað því næst hitt snertir: það að full'uægja kröfunum, — þess- uin kröfum, sem ekki lengur eru kröfur kristindómsins eingöngu, heldur fyrst og frernst kröfur liins bezta, fegursta og sannasta í sjálfum oss,— þá veitist oss í frá sömu stundu sem vér af alvöru viljum fara að siuua þeim, kraftur að ofan til þess. Guðs heilaga anda er úthelt í hjörtu vor í frá þeirri stundu, er vér göngum guði á höud sem elskuleg börn, er þrá að ldýðnast houum í öllu. Og um leið gróðursetur hann þar hina lifandi von guðs barna, hina dýrðlegu öruggu vissu um náð guðs og syndafyrirgefningu, er aftur veitir oss hugrekki og þrek, til þess að segja hinu illa stríð á hendur, og þolgæði og þrautseigju til þess að láta eigi bugast þótt blási á móti. En hvað sýnir þetta—þetta að drott- inn gefur það sem hann heiintar, gefur kraftinn til að fullnægja kröfunum, — hvað sýnir þetta aunað eu að það er inudælt að vora kristinn! *■ * * Þó loki enginn augunum fyrir þvi, að þessi gleði kristins manns er ekki óblandin. Hið illa í oss er því miður ol’t svo öflugt og barátt- an verður við það oft býsna hörð, já vér verðum jaínvel oft undir i baráttuuni. Eramfarirnar eru þrásinnis svo smávaxuar, að vór ekki komum auga á þær. En — vór megum ekki einbiina á þetta, vér megum ekki einblína á veikleika sjálfra vor. Einblínum heldur á alla hina mörgu, sem geugið hafa sigrihrósandi út úr baráttunni, hugsum til liinna mörgu, sem fyrir áhrif kristindómsins umsköpuðust frá rótum, urðu nýjir menu í baráttuuni undir merkjum hans, sem vill vera og er máttugur í oss veikum. Iíugsum til allra liinua mörgu, sem umbáru alt, þoldu alt, lögðu fúslega alt í sölurnar fyrir guðs góða málefni, er þeir höfðu sjálfir höndlað guðs kærleika til vor í Kristi .Tesú. Þar sjáuin vér, lxversu kristiudómurinn fær veitt sigur öllum þeim, or láta leiðast af guðs anda; þar sjáum vér hversu kristindómurinn veitir sigur yfir hinn illa og styður framfarir vorar í hinu góða; já, þar og hvergi betur eu þar sannfærumst vór um, að það er inndælt, að vera kristinn!

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.