Verði ljós - 01.02.1903, Blaðsíða 2
18
VERÐI LJÓS!
] ivors vcgna gfu þcir svo margir, sem ekki trúa?
„Yertu ekki vantrúaður, heldur trúaður“, sagði frelsarinn forðuin
við lærisveininn, sera efaðist um að liann væri upprisiun frá dauðuin,
og þessa sömu áminningu hefir kirkja Jesú Krists nú um 19 aldir
brýnt fyrir mönnunum og það með svo mikilli áherzlu, að segja má
með sanni, að alt höfuðst.arf kirkjunnar haíi á þessuin öldum miðað að
því fyrir guðs anda að gróðursetja trúna í hjörtunum, gangandi út frá
þvi, að trúin sé hið bezta í heimi, en vant.rúin hið háskalegasta.
Og eins og menn nú, að minsta kosti allur þorrinn, kannast við
það, að vanttúin búi oss enga sælu, þannig eru meun jafnau, að minsta
kosti allur þorrinu, fúsir til að kannast við að trúin búi oss sælu, að
það só að minsta kosti betra að vera trúaður maður en vantrúaður.
En hvernig víkur þvi þá við, að svo mikill fjöldi manna, og það eiunig
meðal þeirra, sem kannast við kosti og yfirburði trúarinnar yfir van-
trúna, aðhyllast ekki trúna, en hallast heldur að vantrúnni?
Þessu víkur svo við, að sumum finst trúin vera óeðlileg manninum,
aftur öðrum tinst húu vera ómöguleg manninum, og loks eru þeir til
sem finst hún vera ónauðsynleg manninum.
Þetta þrent hefir á öllum tímum verið og er euu i dag aðalmótbár-
ur vantrúarinnar gegn trúnni. Mundu þær eiga við rök að styðjast?
Þetta vildum vér athuga hór stuttlega.
Það að trúa á að vera óeðlilegt manninum; maðurinn á að vera
skapaður til að skoða, en ekki til að trúa, og syndgar þvi á móti sínu
eigin eðli með því að taka nokkuð það trúanlegt, sem hann getur svo
að segja ekki þreifað á.
Það þarf nú eklci mikla þekkingu á persónu mannkynsfrelsaraus,
til þess að geta sannfærst um, að það hlýtur að vera misskilningur, að
trúin sé óeðlileg manninum. Hugsum oss, hvo skilyrðislaus trúarkrafan
til mannanna er hjá houum. Og svo ætti hann þar að vera að heimta
af mönnunum noklcuð, sem í sjálíu sér riði í bága við sjálft insta
eðli mannsins! Alt það sem vér af guðspjallafrásögunui vitum um af-
skifti frelsarans af mönnunum mótmælir slíku, — mótmælir því, að
hanu liafi nokkru sinni gert þær kröfur til nokkurs manns, er riðu í
bága við sjálft insta eðli mannsins.
Því að hvað er það, sem fyrst og fremst hænir svo margan mann-
inn að frelsaranum á holdsvistardögum hans og það einmitt af flokki
þeirra manna, sem helzt hefði inátt búast, við að mundu draga sig í
hlé burt frá honum ? Eg hygg, að óg fari ekki með raugt mál, er ég
segi, að það sem dró einmitt þessa menn til frelsarans hafi verið til-
fiuuiugin fyrir því, að þar væri maður, sem þekti mannlegt hjarta,