Verði ljós - 01.02.1903, Blaðsíða 5
VERÐI L.TOS!
21
hið sama að höí’u skilyrði fyrir hluttökuuni i því dýrðlega sæluhnossi,
er hann hefir á boðstólum handa syndþjáðum ’og sektpindum manu-
heimi!
Nei — segjum heldur: Svo sannarlega sem Jesús Kristur er frels
ari mannanna og hin fullkomnasta imynd guðlegrar miskunnar og mildi,
sem nokkru sinni hefir hirzt hér á jörðu, heimtaði og heimtar hann ekki
af mönnunum neitt annað en það, sem þeir gátu og geta í té látið, er
hann heimtar af þeim trú. Og þegar hann gjörir trúna að skilyrði fyr-
ir inngöngunni í guðs riki, þá gjörir hann það vel vitandi, að þar er
um það skilyrði að ræða, sem hver einasti maður getur fullnægt.
En þetta, að manninum sé mögulegt að trúa, þar sem hann getur
ekki þreifað á, má og sanna með dæmum úr daglegu lifi. Hvað er al-
mennara en að mennirnir verða að láta sór nægja að trúa hinu og þessu,
af því að tækin vantar til þess að geta þreii'að á!
Þú segir, að snjórinn sé hvítur, og ert fyllilega sannfærður um
að svo sé. En kæmi til þín maður, sem segði, að snjórinn væri
svartur, þá gætir þú alls ekki sannað honum hið gagnstæða-; J)ig
vantaði öll tæki til að sanua slíkt; en þegar þú heldur fast við þá
skoðun, að snjórinn sé hvítur en ekki svartur, þá gjörir þú það af
því að þú trúir að svo só, og þú mundir vera álitinn viti þíuu fjær, ef
þú tryðir því ekki.
3pú segir, að jörðiu hrej'fist, og þú gjörir vel í því, með því að það er
án efa sannleikur. Eu kæmi til þín maður sem hóldi því fram, að jörð-
in standi í stað, þá gætir þú að Hkindum ekki sannað honum, að hann
hafi á röngu að standa. En þótt þú hafir aldrei sóð með eigin augum
jörðina lireyfast, ertu samt ekki, sem betur fer, í neiuuin minsta vafa
um, að hún hreyfist, og hikaðir þér ekki við að telja sérhvern þann,
er vefeugdi slikt, frámuualega þekkingarlausau eða því sem næst fá-
bjána.
JÞú segir loks eitinig — og J)að vafalaust með fullum rétti, — að
J)ú berir sál í brjósti. En kæmi einhver til þín, sem ueitaði
tilveru sálarinnar, mundi þór veita erfitt að sanna honum hið gagn-
stæða. Þú hefir aldrei sálu þína augum litið. Þú getur ekki lagt
hana fram fyrir mótstöðmnann þinn segjandi: Hér er sála min! En þó
liikar þú þér ekki við að álita, að sá maður, sem neitar tilveru sálar-
innar só í meira lagi gallaður á vitsmununum.
Og svoua mætti halda áfram að telja upp fjölda hluta, sem engiun
maður getur þreifað á eða saunað með ómótmælaulegum rökum, en hins
vegar allir meuu með óbrjálaðri skyusemi viðurkenna, — muudi alt
þetta vera vottur þess, að manninum só ekki meðfæddur hæfileiki til
að trúa? Mundi það ekki miklu fremur styðja þá staðhæfing mína, að
trúarhæfileikiim só einn af aðalhæfileikuin þeim, sem manueðlinu eru
meðskapaðir?