Verði ljós - 01.02.1903, Blaðsíða 9

Verði ljós - 01.02.1903, Blaðsíða 9
VERÐl LJÓS! 25 Og óður Zion æ hvenær mun aftur heyrast sætur? Og sönglag Júda eitt sinn enn með unað fylla kæran Þau hjörtu, er brugðið hafa á leik við himinhljóm ]>ess skæran? Þér gönguflokkar flót'alýðs, þér fótalúnu og móðu, Æ, hve má yður hitm leið að hvíldar-inni góðu? Sér hreiður á liver útifugl, sér eiga refar bæli, Sín ættlönd menn, — en Israel á að eins gröf að hæli. Engimi getur furðað sig á þvi, þótt vér evangelisk-lúterskir menu, svo skylt sem oss er að gæta vel teikua tímanna, höfuni eiunig vak- andi augu á því sem fram fer innan vóbanda hinnar miklu rómversk- katólsku kirkjudeildar. Jafnframt því sem það getur ekki dulist oss sein eit.t af teiknum timanna, hve sorglega margir innan sjálfrar kristninnar snúa baki við Kristi og kirkju hans, — og jafnframt því sem vér samtímis njótum þeirrar gleði, að sjá skip fagnaðarerindisins hraða sér með fullum segl- um yfir haf heiðnu þjóðanna, skerpist og sjón vor fyrir hinum evan- gelisku hreyfingum, sem komið hafa í ijós, ekki sizt á nýliðinni öld, innan eudimarka rómversku kirkjunnar. Að eiun og annar katólskur maður dregst, við það að kynuast mótmælendatrúnni og uppgötva, að sú mynd kristindómsins fullnægir einmitt dýpstu þrá hjarta haus, burt frá sinni eigin kirkju, sem hann aunars er tengdur svo mörgum böndum, er aldrei nema eðlilegt. Hér er þá ekki heldur um slíka trúar-viðhverfing einstakra manna að ræða. Hið sama á sér sem sé einnig stað i löndum prótestanta, að einstakir evangelisk-kristnir menn hverfa yfir til katólskrar trúar, — þótt það hins vegar ávalt hljóti að virðast oss sálfræðilega óskiljanlegt, að evangeliskur kristinn maðnr, sem veit hvað evangeliskur kristindómur er, skuli geta varpað sér i faðm þeirrar ldrkju, sem á því sem næst öllum svæðum liins andlega lífs býður manuinum steina fyrir brauð. En þá fyrst er athygli vor vakin til fulls, og þá sjáum vér, að eitthvað meira er á ferðum, er vér lítum samstæðar hreyfiugar koma i ljós, að meira eða minna leyti bornar af evangeliskum hugsunum, — hreyfingar, sem annaðhvort miða að reformatión hinnar steingerðu ka- tólsku eða beinlínis miða að fullu fráhvarfi frá kirkju páfans. Hað er þannig eitt út. af fyrir sig næsta eftirtektarvert, að slíkrar hreyfingar verður vart innau katólsku klerkastéttarinnar á ýmsum stöðum í hinum katólska heimi. Það er t. a. m. staðreynd, að alhnargir katólskir

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.