Verði ljós - 01.05.1904, Side 4

Verði ljós - 01.05.1904, Side 4
68 VERÐI LJÓS! annan liátt, en að ])au sé skilin um þrjár samhliða persónur. Þar sem nú þessu er þannig liáttað við skírn vora, minnir það oss á frásöguna um opinberun þrenningarinnar, þegar Jesús var sjálfur skírður í Jórdan, og ber öllum 4 guðspjallamönn- unum nær því bókstallega saman í þeirri frásögu, þannig að faðir- inn talar til sonarins, sem hefir opinberað sig á jörðunni, og and- inn lætur sjá sig uppi yfir honum í líki saklausrar dúfu Því var svo að orði kveðið til forna: „farðu til Jórdanar og fræðstu um guðlega þenning“. Um guðdóm sonarins og samband föður og sonar fara guð- spjallamennirnir og postularnir enn fremur mörgum ótvíræðum orðum. í Jóh. 1. stendur: „allir hlutir eru fyrir hann gerðir og án hans varð ekkert til sem lil er orðið. Heimurinn varð til fyrir hann“ (10. v.) „Guð Iiefir fyrir soninn heiminn skapað, og hann viðheldur öllu með orði síns máttar“, segir í Hebr. br. — Þessi ummæli sýna, að Kristur hefir verið lil frá eilífð, eins og líka Jóh. segir; „i upphafi var orðið og orðið var hjá Guði“. Hann vek- ur þá til h'fs, se’m dánir eru, og dæmir heiminn á síðan. Jóh. 5, 21. stendur: „eins og faðirinn uppvekur hina dauðu og lífgar, þann- ig lifgar og sonurinn ])á, sem hann vill“. „Hinir dauðu munu heyra raust guðs sonar“. (25. v.). „AHir, sem í gröfnnum eru, munu heyra raust hans, og þeir munu ganga út og fá sinn dóm“ (28. v.). „ Þetta er vilji föður míns, oð hver sem sér soninn og trúir á hann, hafi eilíft líf, og ég mun uppvekja hann á efsta degi“ (fi, 40 — 44). Hann er sá alsanni opinberari föðursins. „Sá sem hefir séð mig, hefir séð föðurinn. Eg er í föðurnum og fað- irinn í mér. Faðirinn sem í mér er, hann gerir verk sin“ (14, 8—11). „Enginn gjörþekkir soninn nema faðirinn, og eigi heldur gjörþekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá, er sonurinn vill opinbera hann“ (Matth. 11, 27, sbr. Lúk. 10,22: „alt er mér í vald geíið af föður rnínum og euginn veit, hver sonurinn er nema faðirinn, eða hver faðirinn er nema sonurinn og sá, sem sonurinn vill opinbera hann“). Hann er sjálfur guð: „og orðið var guð“ (Jóh. 1, 1.). „Drottinn minn og guð minn“ segir Tóm- as (Jóh. 20, 28.). “Allir skulu heiðra soninn, eins og þeir heiðra föðurinn" (Jóh. 5, 23.). I samræmi við þetla er ])að sem Stefán segir, þá er hann var grýttur: „Drottinn, Jesú, meðtak ])á minn anda“, og þegar Pliníus skýrir Trajan keisara svo frá, að þeir kristnu syngi-Kristi sálm og segi hann vera guð. Þetta er nú alt gott og blessað, ‘ segja guðdómsneitendurnir,

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.