Verði ljós - 01.05.1904, Page 6

Verði ljós - 01.05.1904, Page 6
70 VERÐI LÓS! Faðirinn sér sig í syninum, sonurinn er guð af guði. „Orðið var hj á guði og orðið v a r g u ð. Og orðið varð hold og bjó með oss — og vér sáum lians dýrð svo sem eingetins sonar frá föðurnum — fullur náðar og sannleikau. „Þessi er sá sanni guð og eilíft líf“ (1. Jóh. 5, 20). Margir aðrir staðir eru þeir í ritningunni og ]>að einkum í bréfurn Páls postula, sem staöfesta trú rnína á guðdóm Krists. Mér er ómögulegt, að skilja postulann öðruvísi en svo, að hann hvað eftir annað og í hverju bréfi sínu beri vott um guðdóm hans. I Róm. 8, 3. segir hann: „Guð sendi einkason sinn í líkingu syndugs holds og eins og syndafórn“. I upphafi Korintubréfanna óskar Páll söfnuðunum „náð- ar og friðar af guði föður vorum — og drotni vorum Jesú Kristi, ásamt öllum, sem ákalla nafn Jesú Krists, vors og þeirra drottins — og vœntið opinberunar drottins vors Jesú Krists, er og mun styrkja vður alt til enda, svo að þér séuð óásakanlegir á degi drottins vors Jesú Krists“. Mundi slíkt verða sagt um nokkurn annan mann en guðmanninn Jesúm Krist? „Kristur sendi mig til að boða náðarlœrdóminn“ (17. v.). „Vér prédikum Krist, kraft guðs og speki“ (24. v.). „Hefðu þeir ekki krossfest drottin dýrðarinnar (2,8). „Alt er yðar, þér eruð Krists, en Kristur er guðs“ (3, 23.). „Dœmið ekki fyrir tímann, fyr en drottinn kemur, sem í ljós mun leiða jiað, sem í myrkrunum er hulið og opinberar gera liugs- anir hjartnanna“ (4, 5). „Þér eruð þvegnir, helgaðir, réttlættir fyrir Jesúm Krist og anda vors guðs (6, 11). „Hinn síðari Adam er drottinn af himni“ (15,47.). „Guði séu þakkir, sem oss hefir sigurinn geíið fyrir drottin vorn Jesúrn Krist“ (57. v.). „Birta hins dýrðlega náðarlærdóms Krists, sem er ímynd guðs. Þvi ekki prédikum vér oss sjálfa, heldur drottin Jesúm Krisl“. „Svo þekking guðs dýrðar í Kristi skyldi augljós verða“ (2. Kor. 4,4. 5. 6). „Allir hljótum vér að birtast fyrir Krists dómstóli o. s. frv. (5, 10). „Hann, sem þekti ekki synd (þ. e. var heilagur, en hver er svoannaren guðmaðurinn?). gerði guð að syndafórn vor vegna* (21. v.). I upjihaíi Galatabr. segir postulinn: „Páll, kjörinn ])ostuli ekki af mönnum né að nokkurs manns tilhlutun, heldur af Jesú Kristi og guði föður, sem uppvakti hann frá dauðum“. „Þértókuð við mér eins og engli Guðs eða Jesú Kristi sjálfum“ (Gal. 4, 14.).

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.