Verði ljós - 01.05.1904, Síða 7

Verði ljós - 01.05.1904, Síða 7
VERÐI LJÓS! 71 — „G«ð uppvakti Krist frá dauðum og setti hann til hægri hand- ar sér á himnum, hátt upp yfir allan höfðingjadóm og yfirráð og magt og herraveldi og alt nafn, er nefnist, ekki einasta í þessum heimi heldur einnig i hinum tilkomanda“ (Ef. 1, 20—23). Hann er sá, erlylliraltí öllum; hann er vor friður (1,14.). „Mcrerveitt að boða náðarboðskapinn um órannsakanlegan ríkdóm Krists“ (4, 10). Þetta er í bréfi til Efesusmanna. I bréfinu til Filippiborgarmanna 2,6.—11. stendur: „sem, þó hann væri í guðs niynd (þ. e. lifði i guðdómsveru og ásigkomulagi) mat það ekki sem herfang, að hann var guði jafn, heldur rninkaði sjálfan sig, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur. — Hann lítillækkaði sjálfan sig og var hlýðinn. . . Fyrir því hefir guð hátt upp hafið hann, og gefið honum tign, sem er allri tign æðri, svo að öll kné skulu beygja sig fyrir Jesú tign, og sérhver tunga við- urkenna, að Jesús Kristur er drottinn guði föður til dýrðar“. I bréfinu til Kólossaborgarmanna eru mörgfögur orð um Krist, er við engan gætu átt annan en guðmanninn. Þannig er sagt í fyrsta kap.: „Sonurinn, sem er ímynd ósýnilegs guðs, frumgetningur allrar skepnu. Allir hlutir eru skapaðir fyrir hann og til hans. Hann er fyrri en alt, og alt viðhelzt fyrirhann. Hann er höfuð á safnaðarins líkama, hann er frumburður hinna dauðu, svo að hann liafi yfirburði yfir alla, því það þóknaðist guði, að öll fylling skyldi búa í honum, og að koma öllu í sátt við sig fyrir hann.“ „I honum býr öll fylling guðdómsins líkamlega11 (2, 9.). í 1. Tess. 1,10. stendur: „og að vænta sonar hans frá bimni, sem hann uppvakti frá dauðum, Jesú, er frelsar oss frá hinni yfir- vofandi hegningu“. I bréfunum til Tímót. stendur: „Eg þakka drotni vorum Jesú Kristi, er mig hefir styrkvan gert“. Já, hver styrkir svo sem hann? — „Það er sannur lærdómur og í alla staði viðtökuverður, að Jesús Kristur er kominn í heiminn lil að frelsa synduga menn“ (1, 15.). „Einn er meðalgangurinn milli guðs og manna, maðurinn Jesús Kristur, sem gaf sjálfan sig til lansnargjalds fyrir alla“ (2,5.). „Þessi leyndardómur guðhræðslunnar (leyndardómur er það) er mikill: hann sem birtist í holdinu, var réttlættur í andanuni, séður af englum, boðaður meðal heiðinna þjóða, meðtekinn í trúnni, upp- numinn í dýrð“ (3,16). „Guð hefir frelsað oss ekki vegna verka vorra, (en þau eru það, sem margir halda nú fram,) heldur eftir ráðsályktun þeirri og náð, sem oss er veitt í Jesú Krsti frá eilífð, en sem nú eru augljós orðin við komu frelsara vors Jesú Krists,

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.