Verði ljós - 01.05.1904, Síða 14
78
VERÐI LJÓS!
Kína 1865. Fylkið, sem lengst veitti öllu trúboði mótstöðu, var Húnan,
„myrkravígið11, en eftir að Lundúnafélagið og Upplandafélagið höfðu
náð fótfestu, þá tók þetta að breytast. Þó á kristindómurinn þar enn marga
sína æstustu andstæðinga og óvildarmenn, og það enda þótt keisarinn
léti það boð út ganga 1886, þegar fulltrúi páfans settist að í Peking, „að
kristna trúin kendi fólki að breyta rétt og því bæri henni full virðing.11
Annar allsherjar fundur trúboðauua í Kína var haldinn í Shaughaj
árið 1890. Rúmur þriðjungur þeirra, eða 445, komu á fundinn og með-
al annars var þar samþykt að biðja um 1000 kristniboða í viðbót á fimm
næstu árum. Minna mátti ekkiduga, svo niikil sem ueyðiu var, sein úr
þurfti að bæta, enda efldist áhuginn á Kiuatrúboðinu stórum um þetta
leyti, og áttu ferðalög og bækur Hudsons Taylors góðan þátt í því.
Gömlu félögin í Englandi, Þýzkalaudi og Ameríku færðu út kviaruar,
og eins tóku nú ýms kristniboðsfélög Norðurlanda, að reka Kinatrúboð.
„Sænska Kínatrúboðið11 byrjar 1887, „Norsk-lútherska Kiuatrúboðsfélag-
ið“ 1891, „Danska trúboðsfélagið1* 1892, og „Norska trúboðsfélagið11
1902. -Á 6 árum (1891— 96) bættust við 1153 trúboðar i Kina, og var
rúmur helmingur þeirra kveumenn. Kinverska stjórnin virtist freraur
hliðholl trúboði um þessar mundir og jafnvel drotningin, sem nú er ný-
dáin, þáði kínverskt nýjatestamenti í afmælisgjöf, og þá var það ekki
síður eftir stríðið við Japan (1894), að margir æðstu embættismenn tóku
að sjá, að Kíua varð að fara að semja sig að siðum vesturþjóða. Saint
var skríllinn hér og hvar að gjöra óeyrðir og vinna hryðjuverk laugt
inni í landi. Þannig voru 2 sænskir trúboðar myrtir 1893 og tveimur
árum síðar réðst, heiðinn æsingatlokkur á kristniboðsstöð nokkra í Fúhfu,
og myrtu þar góðkunnan trúboða, konu hans, 2 börn og 6 kventrúboða.
Enskir kaupmenn i Kína kröfðust, að þessa væri hefnt, en kristniboðsfé-
lögin, sem hlut áttu að máli, vildu ekki líkjast kaþólska trúboðinu, sem
krefst feiknapeninga af kínversku stjórninui fyrir hvert inannslíf, — og
kváðust því ekki þiggja neinar skaðabætur af stjórninui. Ejöldi heið-
ingja í þessu héraði liafa sfðan tekið trú.
Þrátt fyrir þessar og fleiri óeyrðir, mátti samt heita, að alt gengi
vel i Kína fram undir aldamótaárið. Tveir kaþólskir trúboðar voru reyndar
myrtir í Sjantungfylki (1897) og lýsti þá Anzer biskup því yfir, að það
væri lífsskilyrði fyrir kaþólska trúboðið, að Þýzkaland tæki hafnarbæ-
inn Kiantsjan. Þjóðverjar voru fúsir til þess, því að þá vantaði kola-
stöð í Austur-Asíu, en þá vildu hin stórveldin ekki vera miuni og tóku
sína sneiðina hvert frá Kína.
Nú þótti „Boxurum11 blása byrlega. Þeir voru í fyrstu leynilegt
félag móti ræningjuin í Sjantung, en urðu smámsaman æstir gegn öllum
útlendingum og aðkomnum siðum. Ymsir æðstu monn ríkisins voru
vinir þeirra og þá ekki sízt Tuan prins og keisaradrotningin, sem eigin-