Verði ljós - 01.06.1904, Qupperneq 3

Verði ljós - 01.06.1904, Qupperneq 3
VERÐÍ LJÓS! 83 sett, horfandi lil trúarinnar byrjara og fullkomnara Jesú, sem i stað gleði þeirrar, er hann átli kost á, þoldi krossfestingu, og sem mat einskis, ])ótt hann smánaður vœri, og situr nú liægra megin við guðs hásæti. Gætið því að honum, sem slík mótmæli þoldi gegn sér af syndurunum, svo að þér ekki þreytist og látið liugfallast i kjörum yðar“. Einhverju sinni átti ég tal við góðkunningja minn um guðdóm Krists, er hann efaði, gat sem sé ekki felt sig við eða trúað krafta- verkinu, að hann væri getinn á yfirnáttúrlegan hátt. Kom þar tali okkar, að ef hann væri upprisinn frá dauðum, væri hnúturinn leystur, öll tvímæli tekin af um guðdóin hans. Eg gat, eins og nærri má geta, ekki sýnt á])reifanlega upprisu Krists, og datt ])á ekki annað í hug í bráðina til sönnunar máli minu, að Kristur væri sannarlega upprisinn, en hin óbrotna saga um það, er Kristur birtist Tómasi. Þar er enginn íburður eða útílúr, að eins orðin: „D r o 11 i n n m i n n o g g u ð m i n n“ knýjast fram af vörum Tómasar. Hann sannfærðist og kunningi minn varð tvíbentur. Ekki virtist langt frá því, að einfeldni frásagnarinnar sannfærði hann um upprisuna og svo áfram urn guðdóm Krists. Eu er þá vottað ineð vissu i N. T., að Kristur hafi upprisið frá dauðuin á 3. degi? Urlausn þeirrar spurningar er undir því koinin, hvernig annari spurningu er svarað: keunir N. T. að Krist- ur hafi í raun og sannleika dáið? Það verð ég að fullyrða. Matth. segir (27, 50): „Jesús kall- aði aftur hárri röddu, og gaf upp andann“. Markús (15, 37) hefir sömu orðin. Lúk. (23,46) segir: „Og er hann hafði þetta mælt (þ. e. faðir í þínar hendur o. s. frv.), gaf liann ujip andann“. Jóh. (19,30.): „Þegarnú Jesús hafði til sin tekið edikið, sagði hann: „það er íullkomnað! og hann hneigði höfuðið og gaf upp andann“. — Þá er Pílatus hafði fengið um ]iað fulla vissu sína hjá hundr- aðshöfðingjanum, seni gætti hinna krossfestu, að Jesús væri fyrir nokkru andaður, gaf hann Jósef líkið. Enn sannast þetta af vitnisburði hermannanna, sem brutu beiu ræniugjanna. „En er þeir koniu til Jesú og sáu,— að hann var þegar dáinn, brutu þeir ekki beiu hans“. Og ef nokkur misskilningur hefði átt sér stað, tekur spjótsstungan í siðu hans (]> e. í hjartastað) af öll tvímæli. Sárið var svo stórt, að í það mátli leggja hönd sína. Það er þvi engum efa undirorpið, að N. T. vottar með berum orðum dauða Krists, og svo votlar það og berlega, að hann hafi tekið aftur líf sitt.

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.