Verði ljós - 01.06.1904, Qupperneq 4
84
VERÐI LÓS!
Er þar fyrst til að telja það, sem engillinn sagði við konurnar
hjá gröíinni: Hann er upprisinn frá dauðum“. Þetta er samróma
vitnisburður guðspjallamannanna Matth., Mark. og Lúk.
Eftir upprisuna birtist Kristur:
1. Maríu Magdalenu og konum þeim, er voru í för með henni
(Matth. 28. Mark 16. Jóh. 20, 14.-17.).
2. Lærisveinum þeim, sem voru á leiðinni til Emaus (Lúk. 24,13.).
3. Símoni Pétri (Lúk. 24,34: „Sannarlega er drottinn upprisinn
og hefir birzt Simoni“).
4. Postulunum (Lúk. 24,35.): „Þegar þeir voru að tala um þetta,
stóð hann sjálfur meðal þeirra og segir: „friður sé með yður“.
Jóh. hefir sömu orðin og bætir við, að hann hafi sýnt þeim
hendur sínar og síðu, og lærisveinarnir hafi orðið glaðir, er
þeir sáu drottin. Mark. (16, 14.) segir: „Hann birtist þeim
ellefu, er þeir sátu yfir borðum og álasaði þeim fyrir vantrú
þeirra, að þeir hefðu ekki trúað þeim, er höfðu séð hann upp-
risinn“. „Séður af Kefasi, og þar eftir af þeim tólf“ segir
Páll (1. Kor. 15, 5).
5. Þegar hann birtist lærisveinunum ásamt Tómasi, sem áður er
getið og Jóh. segir frá í 20, 26.—29.
6. Við fiskidráttinn í Galíleu (Jóh. 21, 1).
7. 500 bræðrum á fjalli nokkru í Galíleu eftii* vitnisburði Páls
(1. Kor. 15, 6).
8. Jakobi (1. Kor. 15, 8).
9. Postulunum í Jerúsalem.
10. Postulunum, þar sem hann sté upp lil himna (Lúk. 24, 50.
Mark. 16, 19. Post. gjörn. 1, 6. o. n. v.).
Guðspjallasögurnar færa ekkert orð að því, sem þeir segja oss
frá, er neita vilja upprisunni, að lærisveinar Jesú hafi svo fastlega
búizt við því, að hann mundi upprísa, að ]»eim hafi þótt það bera
fyrir sig, sem ekki var, og séð ofsjónir, er sögur hafi svo mynd-
ast út af á eftir. Aftur segir guðspjallasagan oss, að lærisveinarnir
hafi verið mjög svo tregir til að trúa upprisunni. Hjá Mark. (16,
11. ) stendur: „Og er þeir heyrðu, að Jesús væri á lífi og hún (þ.
e. María Magdalena) hefði séð hann, trúðu þeir ekki“. „Orð þessi
(þ. e. kvennanna um upprisuna) voru í augum þeirra eins og hé-
gómi, og þeir trúðu konunum ekki“ (Lúk. 24, 11). — Kristur á-
lasaði þeim fyrir vantrú þeirra (Lúk. 24, 25, og n. v.). Þeir urðu
skelfdir og hræddir, þegar þeir sáu drottin meðal sín, svo að hann
varð að sanna þeim það áþreifanlega, að liann hefði hold og bein