Verði ljós - 01.06.1904, Side 8

Verði ljós - 01.06.1904, Side 8
88 VERÐI LJÓS! dauðir vorum í yfirtroðslum og syndum, og gera oss að velþókn- anlegum börnum sínum, Iiann fann ráð til þess, réttlátur sjálfur, að réttlæta oss syndarana, sem treystum hinni dýrðlegu náðargjöf i Jesú, sem þekti ekki synd, en gerðist syndafórn vor vegna, svo að vér mættum í honum réttlæti öðlast (2. Kor. 5, 21). „Guð var í Kristi og friðþægði heiminn við sig“, segir Páll. I hinum elskaða syni höfum vér endurlausnina fyrir hans blóð, fyrir- gefning syndanna (Kól. 1, 14). I hans nafni, fyrir hans friðþægj- andi dauða og í hans umboði, skal jtrédika og er prédikað öllum þjóðum og hverjum einstökum manui afturhvarf og fyrirgefning syndanna. Hann harvora sjúkdóma ogtók upp á sig lianna vora. Hann var særður vegna vorra synda og vegna misgjörða vorra lemstraður, svo að vér hefðum frið, og fyrir benjar hans urðum vér heilbrigðir. Þetta veit ég. Lífið er ljós mannanna, og líf mitt segir mér það. Það er óbifanleg sannfæring hjarta míns, j)ó að ég hins veg- ar játi, að ég skil ekki friðþæginguna út í æsar. Eg tilbið drottin minn og frelsara í þeim órannsakanlega kærieika hans, að hann vildi líða þetta fyrir mig, þó að ég geti ekki gert grein fyrir því, að þetta ])urfi í öllum greinum svo að vera. En ég get ekki við kannast, að í þessu sé nokkur fjarstæða, er til ásteytingar ])urfi að vera fyrir skilning manna, nema fyrir þann, sem segir: Eg get hjálpað mér sjálfur, ég þarf ekki frelsara við. Engin sú vísindagrein er til, er ekki sé í henni einhver leynd- ardómur. Og hvernig sem á er litið, er ]>að eins skynsamlegt, að kreíjast friðþægingar fyrir syndirnar, einsogláta niður falla heilag- leika guðs og réttlæti. Að sá saklausi geti gengið í stað þess seka, er sælastur leynd- ardómur meðal manna, leyndardómur kærleikans. Það væri skerð- ing á réttlæti guðs, ef hann neyddi upp á þann saklausa hegningu þeirri, er hinn seki hafði til unnið. En hér er ekki því máli að gegna. Hinn saklausi gekst undir hegning hins seka af fúsum kærleika. („Ég hefi vald til að láta lífið og vald til að taka það aftur“). Og það gat enginn annar gert en guðmaðurinn, ]>ví sá nýi kærleikslifs straumur var ekki tilájörðu á undan komu Krists. og þó að einhver hefði viljað ganga í stað hinna seku annar en sá heilagi, hann sem þekti ekki synd, þá hefði hann ekki getað það, því að sérhver syndari líður fyrir sína eigin synd og á meir en nóg með það.

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.