Verði ljós - 01.06.1904, Page 11

Verði ljós - 01.06.1904, Page 11
VERÐI LJÓS! 91 Markion; hann kemur til Róm nálægt 140 og hefir þá með sér 10 bréf Páls, þ. e. öll brófin nema Hirðisbréfin, sem Markíon vafalaust hefir hafnað að sömu (þ. e. innri) ástæðum og ýmsum öðrum af ritum nýja teetamentisins. Það af bréfum Páls, sem oftast verður vart í hinum elztu kirkjulegu ritum eftir postulatimabilið, að minsta kosti fram á daga Jústínusar, er fyrra Korintubréf.--- Bréf Páls eru ekki eiginhandarrit postulans, heldur rit, sem annar maður hefir ritað upp eftir þvi, sem postulinn las honum fyrir. Róm. 16, 22 sendir brófritarinn, um leið og hann nafngreinir sig (Tertius), söfnuðinum kveðju sina; eins virðist mega ráða það af orðum postulans Fílem. lí), þar som hann tekur það fram með áherzlu, að hann, Páll, „skrifi þetta með eigin hendi“, að slíkt hafi eigi verið venja lians. Astæðuna til þess, að Páll ekki rilar bréf sin sjálfur, er eðlilegast að hugsa sér þá, að hann hafi ekki verið leikinu i að halda á penua (sbr. Gal. 6, 11 þar sem haun talar — rétt eins og í skopi —um stórkarla- letur sitt á niðurlagi bréfsius, er hann hefir ritað ineð eigin liendi). En postulinn hefir snemma gjört sér það að reglu, sem hann vafalaust tylg- ir í öllum brófum sínum, eins þar sem þess ekki er beinlínis getið, að rita með eigiu hendi stuttorða kveðju eða blessunarósk (sbr. Þess. 3, 17n), líklega meðfram til þess að koma i veg fyrir, að óhlutvandir menn gætu blekt söfnuðiua með bréfum, sem þeir eignuðu Páli, þótt hann ætti ekkert í þeim (sbr. 1. Þess. 2, 2). í Gal. 6, llnn er þessi eigin- handarkveðja óvenju löng, en miklu 3tyttri í 1. Kor. 16, 21—24 og Kól. 4, 18.----- Páll postuli er skólaspekingurinn meðal rithöfunda nýja testamentisins, þó ekki vanti dulspekilega drætti i kenningu hans, en þetta stendur aftur í sambandi við alla lyudiseinkuun postulans, að þar er framkvæmd- ar-einkunnin samiaraiunskoðunar-einkunn. Að einmitt þessi postuli heí- ir eftir sig látið svo tiltölulega miklu fleiri rit en allir aðrir postular di'ottins, orsnkast naumast eingöngu af því, að fremur hafi borið nauð- syu til þess að framsetja skoðanir sinar skriflega i verkahring hans, en liinna. Að minsta kosti meðfram verðum vér að skoða það sem vott hins frarakvæmdarsama anda postulans, er aldrei fær oí mikið að því gjört að miðla öðrum af auði hjarta síns og leiðbeina þeim til fullkomn- nri tileinkunnar þeirra dýrðlegu sanninda, sem hafa liaft svo lieillavæn- leg og blessunarrík áhrif á gjörvalt líf sjálfs hans. Þótt meutun sú, er lianu hafði fengið við fætur Gamalíels færi ekki beint í ritstarfa-áttina, lieldur aðallega í sömu átt og mentun fræðimanna Gyðinganna yfirleitt, að skilja og útlista lögmálið og setninga feðranna, hefir hann, að ský- lausu vitni bról’a hans, veiið gæddur alveg sérstökum rithöfunds-hæfi- leikum samfaia þrá eftir jiví í hvívetna að gjöra sór sem fylst.a grein fyrir eðli lifsskoðunar sinnar í heild sinui, ástæðum þeim, er hún átti við að styðjast,, og afleiðingum hennar. Svo víst sem það er, að hið

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.