Verði ljós - 01.06.1904, Side 13
VERÐI LJÓS!
93
virðist jafnvel postulinn sjá,lfur hafa fundið (sbr. 2 Kor. 11, 6). Eu auk
þessa kennir víða talsverðrar ónákvæmni i rithætti postulans, ef til vill
meiri en hjá nokkrum rithöfundi nýja testamentisins öðrum. En þetta
hefir vafalaust alt sínar ákveðnu orsakir. Hvað stirðleika orðfærisins
snertir, þá verður það býsna eðlilegt, þegar þess er gætt, að það eru
mikils til alveg nýjar hugmyndir, sem postulinn er að útmála, efni, sem
aldrei liefir áður verið ritað um á þessu tungumáli, og því ekki altaf
auðfundin þau orð í málinu, er bezt samsvara hugmyndinni, eða bezt
fá lýst hugsuninni. Og hvað snertir hina margvíslegu ónákvæmni í rit-
hætti höfundarins, þá verður fyrst og fremst að muna eftir því, að
næði til ritstarfa hefir hér sjaldnast verið nema af skornum skamti;
bréfin eru oft skrifuð á ferðalögum, þar sem hver viðdvalardagurinu
hefir frá morgni til kvelds farið i óslitna starfsemi að prédikun, viðtali
við menn, ráðleggingurn (postulinn sjálfur talar um „daglegt ónæði og
átroðning11 sem eitt af einkennum þjónustu sinnar (2 Kor. 11, 28)), svo
að hann hefir að líkindum oft orðið að nota nóttina til ritstarfa. Hér
hefir sjaldnast verið tóm til að liggja lengi yfir hverri setuingu, sem
ritarinn festi á pappíriun. En hér við bætist svo það, sem þegar áður
hefir verið vikið að lítils háttar, að bréfin eru letruð af öðrum, eftir for-
sögn postulans; þetta á ekki minstan þátt f þvi, að stirðleiki í fram-
setningu og ónákvæmni í rithætti er orðið eit.t af rithöfunds-einkennum
þess manns, sem vegna annara rithöfunds-liæfileika sinna, frábærrar anda-
giftar og óviðjafuanlegrar rökfimi til sóknar og varnar, er sannefndur
faðir hinna kristilegu bókmeuta. — —
Það ber ekki sjaldau við, að talað er um kristindómsskoðun
Páls svo sem frábrugðna að ýmsu leyti þeim kristindómi, sem
Jesús sjálfur prédikaði. En alt slikt er talað út í loftið. Hvergi
i kristindóms-boðskap postulans verður bent á neitt það frumtak, er
ekki só að finna í pródikun Jesú, eins og hún annaðhvort hljómar beiu-
línis frá vörum hans eða óbeinlínis frá verkum hans. — — Öll keuning
postulans frá upphafi til enda er i fylsta samræmi við stefnuskrá Jesú,
eins og hann hefir orðað hana með dæmisögunni um gamla og nýja
íatið og um gömlu belgiua og nýja vínið (Lúk. 5, 36— 39). I fylsta
samræmi við þessa stefnuskrá, miðar öll prédikun postulans að þvi, að
sýna fram á hversu vér nú sóum „leystir undau lögmálinu, þar sem vór
séum dánir því, sem áður hélt oss bundnum, svo að vér þjónum í ný-
ung anda, en ekki í fyrnsku bókstafs“ (Róm. 7, 6).
En þótt vér getuiri út frá bréfum Páls í heild sinni talað um krist-
indómsskoðun haus svo sera fullkomið trúarlegt kerfi, þá væri það naum-
ast sögulega rétt að ætla, að svo hafi verið þegar frá því er hin miklu
umskifti urðu í lífi hans. Hér er vissulega urn þróunarferil að ræða.
Hjálpræðissannindin standa postulanum ekki öll jafn augljóst fyrir hug-
skotssjónum frá byrjuu hins nýja lífs; þau reuna upp fyrir meðvitund