Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Blaðsíða 3
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
171
ekki kann að rita dagbók, sem ekki yrði að
fundið. Rað er þó ætíð leyfilegt að halla til
um smávegis, hvar sem er á hnettinum.
«Fyrirtækið» hafði verið sent til Antigúa,
og Eðvarð fanst vera bezta tækifæri til þess
að koma við hjá Klöru sinni. Hann lét því reka
skamt undan suðuroddanum, og sá þegar að
hvítt gluggtjaldið blakti út úr glugganum.
^Parna er það, herra» sagði einn foringja-
efnanna, sem stóð skamt frá honum, — hann
hafði komið þar svo oft, að öll áhöfnin vissi
um ástafar hans. «I3arna dregur hún upp friðar-
flaggið.»
«Verið þér nú ekki að neinu rausi, Mr.
Warren» svaraði Eðvarð hlæjandi, «hvar hafið
þér fengið fréttir um það?»
«Og maður ræður það svona af orsökum
og afleiðingum, herra; eg veit ég á að fara
á Iand og bíða eftir yður í kvöld.»
^Rað er ekkert ólíklegt — en dragið þér
brandseglið yfir stag —við verðum að fara yf-
ir fyrir oddann.»
Alt stóð heima. Sama kvöldið flutti for-
ingjaefnið skipstjórann á land, en «Fyrirtækið»
lá með makindum með eitt ljósker í stafni.
«Ennþá einu sinni, elsku Klara mín,» sagði
Eðvarð, slóslæðu hennar til hliðar og faðmaði
hana að sér.
<Já, Eðvarð, ennþá einu sinnu, — en eg er
hrædd um, að það verði bara ennþá einu sinni;
þernan mín, hún Inez, hefir verið hættulega
veik, og skriftast fyrir Ríkardó munki. Eg
er dauðhrædd um að hún hafi sagt honum
f'‘á öllu saman í ósköpunum — því að hún taldi
víst, að hún mundi deyja. — Nú líður henni
betur.»
«F*ví ertu svo hrædd um það, Klara. >
«Ö, þú veizt ekki hvað mikið flón ínez
verður, þegar hún veikist og verður hrædd.
Okkar trú er ekki eins og ykkar.«
«Nei, elskan mín, það er hún ekki; en eg
skal kenna þér aðra, sem er betri.»
^ey, þey, Eðvarð, þetta mátttu ekki segja;
heilaga mær, ef hann Rikardó heyrði þig segja
þetta! Eg held endilega að Inez hafi sagt
honum frá öllu saman,því að hann hvessir svörtu
augun svo alvarlega á mig. í gær gat hann
þess við mig, að það væri langt síðan eg
hefði skriftast.»
«Segðu honum bara að honum komi það
ekkert við.»
«Já, en það kemur honum einmitt við. Eg
mátti til að skriftast fyrir honum núna í kvöld.
Eg sagði honum frá ýmsu, og] svo spurði
hann mig, hvort þetta væri alt það, sem hvíldi
á samvizku ininni. Hann ætlaði að reka mig
í gegn með augunum. Eg skalf og nötraði,
af því að eg gerði mig seka í ósannindum, —
því að eg sagði að þetta væri alt, sem eg væri
mér meðvitandi.
«Eg skriftast synda minna að eins fyrir skap-
ara mínum, Klara, og ásta minna að eins fyrir
þér. Fylgdu mínu dæmi, elskan mín!»
«Eg skal hlýða þér til hálfs —eg skal ekki
skriftast ásta minna.»
«Og syndir áttu engar til, Klara mín; þú
hlýðir mér þá í öllu.»
sRegi þú, Eðvarð, þetta máttu ekki segja;
við erum öll syndarar, og það er stór höfuð-
synd að elska þig, villutrúarmanninn. Heilaga
mær, fyrirgefðu mér — eg get ekki aö því
gert.»
«Ef það er eina syndin þín, elskan mín,
þá get eg með góðri samvizku gefið þér synda-
lausn.»
«Ó, Eðvarð, þú mátt ekki hafa þetta í
gamni. En heyrðu nú, hvað eg hefi að segja.
Hafi ínez skriftast, og játað alt, þá verður mín
leitað hingað, og við megum ekki oftar hafa
stefnufund — að minsta kosti ekki hér. Rú
þekkir litlu víkina á bak við klöppina--það
er ekki mikið lengra burtu; þar er hellisskúti,
og Jaar get eg beðið þín; þar verðum við að
hittast næst.»
«Jæja, svo hittumst við þar; er það ekki
of nærri fjörunni? verðurðu ekki hrædd við
mennina í bátnum?— þeir geta séð þig.»
«Við getum vel gengið burtu frá sjónum.
Rað er bara hann Ríkardó, hann einn og enginn
annar, sem eg er hrædd við —og María mey.
22*