Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Side 4
172
NÝIAR KVÖLDVÖKUR.
Guð minn góður’— ef hann faðir minn fengi
að vita þetta, þá fengjum við aldrei að sjást
aftur —aldrei,» — og Klara lagði ennið á öxlina
á Eðvarði og grét sáran.
«Rað er ekkert að óttast, Klara —þey, þey,
eg heyrði skrjáfa í gullapöldrunum þarna —
heyrirðu það ekki ?«
«Jú, jú» hvíslaði Klara í skyndi, «það er
einhver! flýttu þér á stað, elsku Eðvarð.»
Klara slepti honum, og fór eins og örskot
inn í lundinn. Eðvarð hörfaði sömu leið til
baka, þaut ofan mjóu klappagötuna ofan í
bátinn. «Fyrirtækið» kom heim, og Eðvarð
kvaddi dyra hjá aðmírálnum.
«Eg hefi starf handa yður, hr. Templemóre»
sagði aðmírállinn, «þér verðið að seglbúa yð-
ur nú þegar, og sigla aftur á haf út. Vér höf-
um fundið jafningja yðar.»
«Eg ætla að vona að eg finni hann, herra»
svaraði Eðvarð,
«Það vona eg líka, því að ef þér verðið svo
heppinn að geta gefið góða skýrslu um það,
þá fáið þér annan sóflinn til á liina öxlina.
Víkingaskonnortan, sem hefir herjað Atlants-
hafið svo lengi, og gert það ótrygt yfirferðar,
hefir sézt í grend við Barbadoes, og «Amelia»
hefir elt hana; en það er svo að sjá, sem
ekkert skip í flotanum komist í hálfkvisti við
hana með gang, nema ef það skyldi vera «Fyr-
irtækið». Síðan hefir hún tekið tvö Vesturind-
íaför, og hefir sézt stefna með þau ofan til
Guínenstrandar. Eg hefi nú helzt í hyggju að
bæta þrjátíu mönnum við áhöfn yðar, og senda
yður svo á eftir víkingnum.»
^Rakka yður margfaldlega fyrir herra,» svar-
aði Eðvarð og réð sér varla fyrir gleði.
«Rað er ágætt. Biðjið herra Harðly að færa
mér skipanirnar er fólkið snertir, og skipunar-
bréf yðar; svo skal cg skrifa undir hvortveggja;
en munið eftir því, hr. Templemóre, að það
er harður karl í horn að taka, piltur sá. Verið
þér bara gætinn —hraustur og hugrakkur veit
eg þér eruð.»
Eðvarð Templemóre lofaði öllu því, sem
flestir menn eru vanir að lofa þegar líkt stend-
ur á, og innan annars kvölds var «Fyrirtækið»
komið talsvert langt út á haf, undir öllum
seglum, er hún gat borið.
XIII. KAPITULI.
Landganga.
Jarðeign sú, sem Don Kúmanos flutti sig
á með hyski sínu og Fransiskó náði frá mynn-
inu Magðalenufljótsins, og margar mílur inn í
land. Jarðvegurinn var þar ágætur, saman-
borið flóðlaud; var það því ein frjó, grösug,
löng engjaspilda, sem moraði í nautahjörðum.
Bærinn stóð ekki rneir en svo sem fimmtíu faðma
frá árbakka þessa stórfljóts; lá frá því vík ein
alt upp að úthýsunum. Don Kúmanos átti ann-
ars fleiri jarðir ennþá verðmeiri en þessa, því
að hann átti gullnámu svo sern tuttugu mflur
upp með fljótinu, við bæ þann er Jambranó
heitir, og hafði hann fengið þaðan stórfé á
seinni áriim. Rauðinn var fluttur ofan 'eftir
fljótinu á bátum, og síðan blásið gullið úr
honum í úthýsunum við ána.
Ress skal getið, að þessi spánski aðalsmað-
ur hafði fjölda fólks í vinnu; voru þar um
hundrað manns á heimili, sem unnu að rauða-
blástri í úthýsunum eða fengust við akuryrkju.
Fransiskó var þarna langan tíma og Ieið hið
bezta; hann var orðinn trúnaðar- og tilsjónar-
maður Don Kúmanosar yfir búi hans og reynd-
ist því vel vaxinn, og var talinn til fjölskyld-
unnar þar, vegna álits þess, er hann liafði
náð.
Einn morgun var Fransiskó á leið ofan til
bræðslukofanna til þess að opna lúkurnar á
þiljubátum þeim, sem komnir vorufrá Jambranó
með gullrauða ; námustjórinn lokaði þeim ætíð
með hengilásum, en Don Kúmanos hafði lykla,
sern gengu líka að þeim; gat þá einn af yfir-
mönnunum þess, að skip eitt hefði varpað akk-
erum við fljótsmynnið daginn áður, en hefði
dregið þau upp um morguninn óg væri nú á
vakki þar fram og aftur með ströndinni.