Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Page 5

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Page 5
NÝJAR KVÖDVÖKUR. 173 ^Rað er líklega skip frá Kartagenu, sem er að slaga sig upp í vindinn* sagði Fransiskó. «Fjandakorni eg veit það, herra» svaraði Díegó; «eg hafði nú heldur ekkert hugsað um það, hefðu þeir Giakómó og Pedró —þeir réru til fiskjar í gærkveldi eins og vant var — kom- ið aftur fyrir miðnætti, eins og þeir eru vanir en þeir eru ekki komnir enn.» «Nú, það er skrítið; hafa þeir nokkurntíma verið svo lengi?« «Nei, aldrei, og þeir liafa þó róið hér í sjö ár samfleytt.» Fransiskó rétti manninum lykilinn; hann opnaði lúkurnar og skilaði lyklinuin aftur. «Parna er það!» sagði maðurinn, þegar sá á framseglin, um leið og skipið smaug tram fyrir tanga, og sást í svo sem viku fjarlægð. Fransiskó leit á það, sagði ekki orð, en tók á rás heim að íbúðarhúsinu. «Nú Fransiskó» sagði Don Kúmanos; hann sat og var að hræra í sjókúlaðibolla; «hvaða morgunfréttir komið þér með?» «Nostra Sennora dei Karmen og Aguilla eru komin, og eg var að opna lúkurnar. Pað er skip fyrir utan tangann, sem endilega þarf að athuga betur, og eg er kominn til að fá að sjá kíkinn.» «Athuga betur! Pví þá það, Fransiskó?» «Af því að þeir Giakómó 'og Pedró, sem reru í gærkveldi, eru ekki komnir aftur, og enginn veit neitt um þá.» «Pað er undarlegt —en hvað er það í sam- bandi við skipið?» «Pað skal eg segja yður undir eins og eg hefi skoðað það betur» svaraði Fransiskó; hann hafði náð í kíkinn og og var að draga hann í sundur. Hanu studdist við gluggapóstinn og horfði þegjandi á skipið um stund. «Pað veit hirin lifandi guðað það er < Hefn- arinn» og enginn annar sagði hann og tók kíkinn frá auganu. «Hvað er nú?» kallaði Don Kúmanos. «Pað ei víkingaskipið — «Hefnarinn» — eg legg höfuð mitt í veð fyrir því, Don Kúm- anos; þér megið vera við því búinn að- taka á móti þeim. Eg veit til þess, að víkingarnir hafa lengi ráðgert að bregða sér hingað á Iand, og búast hér við miklu herfangi, og þeir hafa fólká skipinu, sem er hundkunnugt hér á ströndinni. Petta, að tveir af mönnum yðar eru horfnir, sannfærir mig um, að ræningjarnir hafa sent báta sína á njósn inn eftir í gærkveldi, og hafa þeir þá handsamað þá. Peir hafa ráð með að hafa út af þeim allar skýrslur, sem þeir með þurfa, með pyntingum, og eg efast ekkert um að hér verður gerð atiaga, ef þeir komast á snoðir um, hvað mikið gull er hér í miltum geymt eins og stendur.» «Pað tná vera þér segið satt»‘ svaraðiDon Kúmanos og var hugsi; »það er að segja, ef þér eruð viss uin að það sé víkingaskipið.» «Viss uin það? Já Don Kúmanos, það er eg reyndar ; eg þekki hverja fjöl og hvern kubb í því; þar er hvorki stag né blökk, sem eg kannast ekki við. í viku fjarlægð, eins og það nú er, og með öðrum eins kíki og þessi er, get eg þekt reiðann frá öðrum skipum, hvað litlu sem munar. Eg þyrði að sverja að það er «Hefnarinn»« sagði Frarsiskó, og leit aftur í kíkinn. «Og ef þeir ráðast nú á oss, Fransiskó?- «Pá verðum við að verja oss, og hrinda þeim af oss, að eg vona. Peir munu koma á bátum og á náttarþeli. Ef þeir sigldu skonn- ortunni inn um hábjartan dag og legðist við akkeri beint fram undan okkur, þá litist mér ekki á það fyrir okkur. En þá grunar ekki að eg sé hér, og að þeir hafi þekst. Eg er helzt á því, að þeir greiði atlöguna í nótt> «Hvað haldið þér við ættum þá að gera, Fransiskó?» «Senda alt kvenfólkið burtu til Don Theó- dóros — Pað er ekki nema rúm rníla héðan — og kalla alla menn saman sem allra fyrst. Við höfum nóg lið til að hrinda þeim af okkur ef við vígbúum húsjð. Peir geta ekki mist meira en 90 — 100 manns í land; hinir verða að gæta skips, og við höfum að minsta kosti jafn marga til að skipa á móti þeim. Pað er bezt að við lof- um mönnuin okkur góðum launum, ef þeir geri skyldu sína.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.