Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Page 7

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Page 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 175 stórgrýti velt inn í anddyrið, og hlaðið upp við hurðina. Fransiskó setti þessa fimm menn niðri á fljótsbakkann með svo sem þrjátíu faðma millibili; áttu þeir að segja til, erbátarnir kæmu. Klukkan var um tíu um kvöldið; þá fóru þeir Fransiskó og Diegó ofan stigana, og ofan að fljótinu, til að athuga útverðina. »Herra« sagði Díegó, þegar þeir voru komnir ofan á fljótsbakkann, »um hvert leyti ætlið þér að þessir þorparar geri árásina?» ^Rað er bágt að segja. Ef skipstjórinn er sá sami og var þegar eg var á skipinu, verður það ekki fyrri en tunglið er gengið undir, og það verður elcki fyrri en eftir miðnætti. En sé það einhver annar, sem forustuna hefir, má vel vera að þeir verði ekki eins gætnir.» »Heilaga mær! herra, hafið þér nokkurn tíma verið á þessu skipi ?« Jú, það hefi eg verið, Díegó, og það lang- an tíma, þó að ekki væri með fúsum vilja. Ef eg befði ekki verið þar, hefði eg ekki getað þekt skipið aftur.« «Nei, það er satt, herra; svo við megum bakka dýrðlingunum fyrir, að þér hafið verið sjóræningi!» ^Það vona eg, að eg hafialdrei verið, Díe- gó,« svaraði Fransiskó brosandi, »en eg hefi verið vottur að mörgum grimdarverkum á þessu sbipi, svo að bióðið storknar nærri því í æðum niér að hugsa til þess.» Til þess að stytta stundimar, sagði hann D|egó frá ýmsum þeini hryðjuverkum, er hann hafði verið vottur að á meðan hann var á »Hefn- aranum«, og hann var í einni sögunni miðri, Þegar yzti varðmaðurinn skaut úr byssu. »Heyrðu, Díegó!« Annað og þriðja skotið, nær og nær þeim, gaf merki um það, að bátarnir voru komnir naei ri landi. Innan fárra mínútna komu allir •nennirnir og sögðu, að víkingarnir réru upp ebir ánni á þrem bátum, og væri aðeins ör- stuttan spöl frá lendingunni. »Farðu heim að húsinu með þessa menn, Díegó, og sjáðu um að alt sé viðbúið; eg ætla ac^ bíða hér ögn enn; en skjótið ekki fyrr en eg kem heim til ykkar.« Díegó þaut af stað með mennina, en Frans- iskó var einn eftir niðri við fljótsbakkann. Rétt á eftir heyrði hann glögt áraglamm- ið, og hann lagði nú við hlustirnar til þess að vita hvorthann gæti heyrt orðaskil. »Jú» lmgsaði hann með sér, »þið komið hingað til að ræna og myrða, en eg skal sjá til þess að þið haf- ið lítið upp úr því.» Regar bátarnir komu nær, heyrði hann málróm Hawkhursts; skot varð- mánnanna höfðu boðað þeim, að menn vissu af þeim, eg þeir mundu því að líkindum fá mótstöðu. Það var því þýðingarlaust að hafa hægt um sig. »Vel róið, piltar,« hrópaði Hawkhurst, «hægið á.« Einn bátanna gaf upp róðurinn, og báðir hinir á eftir. Fransiskó sá þá glögt alla þrjá í svo sem hundrað faðma fjarlægð þaðan sem hann stóð. Tært og kyrt kvöldloftið bar mál- róm þeirra og orð inn á bakkann til hans. «Hér er vík» sagði Hawkhurst, »sem liggur inn að úthýsunum; ætli það væri ekki bezt að að leggja þar að landi, af því að við höfum vigi að baki þeirn, ef þau eru mannlaus, ef við skyldum lenda hér í orustu við einhverja.« »Jú það er satt, Hawkhurst« svaraði önn- ur rödd; Fransiskó þekti að það var málróm- ur Kains. »Hann er þá lifandi enn þá» hugsaði Frans- iskó, «og eg hefi ekki blóð hans á höndum mér. »Róið áfram piltar> kallaði Hawkhurst. Bátarnir runnu inn í víkina, og Fransiskó skundaði heim að húsinu. »Jæja, drengir« sagði hann um leið og hann hljóp upp stigann, »nú er um að gera að standa sig; það er ekki við lömb að leika sér, þar sem þessir karlar eru. Eg hefi heyrt málróm kapteinsins og yfirstýrimannsins, svo að það er enginn vafi á, að það er skipshöfn víkinganna. Bátarnir renna inn víkina, og ætla að taka land á bak við úthýsin. Dragið nú upp þessa stiga, og ieggið þá upp viðglugg- svalirnar og skjótið ekki uema þið getið riáð hæfi. Rey, þey, drengir — hægan, þarna koma þeir.»

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.