Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Page 12

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Page 12
180 NÝJAR KVÖLDVÖJ<UR. • nánar. Fríðleikur hennar og tiguleg framganga fékk allmikið á hann, enda lét hún eitthvað á sér heyra undir og ofan á um ætterni sitt og og dró það ekki úr því. Furstinn varð skjótt alveg ánetjaður af henni, borgaði mikið af skuldum hennar, og vísaði henni á bústað í einni af höllum sínum, þangað til eignir henn- ar kæmu. Hann Iét mjög mikið með hana, og gaf henni stórgjafir, svo að það fór að síga í Rochefort, biðil hennar, og liann gat ekki látið það óátalið. En furstinn vissi hvað hann mátti bjóða sér, og tók sér dæmi af Lúðvig XIV., og lét taka Rochefort sem ríkis- sökudólg og Iandráðamann og setja í fangelsi. Prinsessan og Schenk fóru nú til Neusess- liallar og var þeim sýndur þar sami heiður og konungbornu fólki. Furstinn kom þar oft, dá- leikar þeirra fóru dagvaxandi en fór þó alt með heiðri og sóma milli þeirra. Pá kom alt í einu til Neusess sendiherra furstaiis frá Vínarborg, v. Hornstein. Prinsessan hugsaði sér þegarað ná í hann og hafa hann til þess að láta hann hjálpa sér til að koma fram því, er hún ætl- aði sér. Hún bað hann nú verndar, og mintist um leið lítillega á auðæfi þau og fjársjóðu, er hún ætti í vonum að arfi. Sömuleiðis bað hún hann að kaupa handa sér herrasetur í Pýzkalandi, því að hún væri svo mörgum hjartans böndum bundin orðin þessu landi, að hún kæmi þangað líklega aftur. Hún náði æ meiru og meiru valdi á furst- anum, en hann hafði samt ekki beðið hennar enn. En því gerði hann það ekki? Vika leið eftir viku, og ekki talaði hann enn þessi lang- þráðu orð. Einn daginn, þegar hann kom, var hún öll grátbólgin. Eftir langa eftirgangsmuni fékk hann loks að vita hvað að henni atnaði. Hún hafði fengið bréf frá forráðamanni sínum, Galitzin fursta, stórkanzlara Rússlands. og var henni skipað í bréfinu að fara heim aftur til Persíu og giftast þar. Furstinn spratt upp og sagði það skyldi aldrei verða, því að hann bæði nú sjálfur um hönd hennar. Svo hafði hún þá náð því, sem hún ætlaði sér. Nú þurfti aðeins að útvega fæðingarvott- orð hennar. Hún kvaðst vera undir yfirráð- um keisarainnu Rússlands, og vera einkaerfingi Voldomirs-ættarinnar; hún sé grísk-katólskrar trúar, hafi mist foreldra sína í bernsku og verið send fjögra ára gömul til náfrænda síns, keisarans í Persíu, og þar liafði hún alizt upp en nú hafði hann sent sig til Evrópu, vegna óeirða þeirra, er væri heima nú í landi þar. Óðul hennar í Sirkasíu höfðu verið gerð upp- tæk til ríkisins árið 1749 og það væri nú alt undir Rússadrotningu komið, að hún fengi þau aftur, en forráðamaður hennar, Galitzin fursti, mundi fá þau bráðlega laus aftur. Eftir að hún þóttíst viss orðin um að furst- inn myndi giftast sér tók hún að gerast þýð- ari og alúðlegri við hann en áður, til þess að binda hann því fastara. Hornstein var í öllu ráðanautur hennar, og studdi mjög að því að þessi ráð tækist. Svona var nú komið; en þá skall á þruma úr heiðríku lofti; það kom bréf frá Frankfurt er sagði að prinsessan væri glæfrakvendi og hin mesta véladrós. Furstinn varð ókvæðavið, því að dráttur hafði líka orðið á að skjöl hennar kæmu frá Rússlandi, og hafði hún borið við sínum hégómanum í hvert skifti. Hann þaut óðara með bréfið til hennar; en honum brá ekki lítið; hún Iét það ekkert á sig fá, og svaraði honum með konunglegum tignarsvip; gat þess, að hún væri alvön slíku atferli við sig, og hafi hún orðið fyrir svipuðum ofsókn- um frá blautu barnsbeini, en hún mætti enn ekki skýra frá af hverju það kæmi; þetta væri ógæfa sín; með þessu gat hún friðað þenna ástfangna fursta í það sinn. Svo leið að árslokunum 1773; hún fluttist frá Neusess til Oberstein. Par komu nú upp nýjar sögur, það var sagt hún væri engin glæfra- kona, heldur bæri hún með réttu titla þá er hún hafði; hefði þeir verið gefnir henni til þess að dylja ætterni hennar; hún væri engin önnur en Tarrakanów, dóttir Elísabetar Rússa- drotningar. Um þetta Ieiti brá prinsessan sér til Mann-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.