Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Síða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Síða 14
182 NÝJAR KVÖDVÖKUR. Svo virðist, sem sendiherra Englendinga hafi ekki verið ókunnugt um þetta. ÖIl líkindi virðast benda á það, að það hafi verið af hans hvötum, að hún fór til Lívornó á fund Orloffs. Hann hafði mjög mikið við hana, og þóttist vera mjög óánægður með ríkisstjórn Katrínar drotningar, og væri ekkert á móti því að skift væri um. Ein stórveizlan rak aðra, og prins- essan ugði ekki að sér hið minsta, og reidd- ist jafnvel Dómanski, þegar hann fór að tala um það við liana, að Orloff væri varlega trú- andi. «Síðan hvenær hefi eg látið yður setja mér reglur?» svaraði hún þóttaleg; «eg fer þangað og það, sem auðna mín Ieiðir mig; ef þér er- uð hræddir skuluð þér fara.» Dómanski fór ekki. Einn dag ætlaði Orloff að sýna henni að skip væri sprengt í Ioft upp; var henni ætlað- ur skrautbúinn bátur til að vera í. Euski sendi- herrann var líka við. Óðara og hún var kom- in út á rússneska herskipið, var hún tekin höndum. Hún hafði gengið í gildruna. Skipið sigldi þegar af stað heim til Rússlands. 11, maí kom skipið til Krónstaðt. Keisara- innan hafði boðað, að alt þetta skyldi fara fram með hinni mestu leynd. Stórkanzlarinn, einn höfuðsmaður, og nokkurir hermenn komu til þess að taka á móti fanganum. Hann reyndi bæði með góðu og með brögðum að fá liana til að játa einhverju af því, er þeir vildu vita en hún lét engan bilbug á sér finna. Hún var bæði hrygg og reið út af fangelsi sínu, og kvaðst aldrei hafa ætlað sér að vekja óspekt- ir í Rússlandi. Hún vildi fá að tala við keis- arainnuna, og segja henni ýms merkismál sem hún vissi ekki. Drotningin neitaði því, og setti harðlega ofan í við Oalizin fursta fyrir mildi þá og nærgætni, er hann hefði sýnt henni; svo bjó hún til lista yfir 20 landráðaglæpi, sem menn skyldu bera upp á fangann til þess að rugla hana og gera hana hrædda. Renna lista sendi hún Galitzin. Einn daginn ritaði^ hún Qalitzin að þessi prinssessa Tarra- kanów, er þættist vera, væri pólsk, en svo ann- að skiftið að hún væri dóttir veitingamanns nokkurs í Graz. Alt þetta bendir á það, að þetta lá þungt á keisarainnunni og að hún væri óþolinmóð eftir að gera enda á þessu máli. Galitzin gerði alt sem hann gat. Hann réði af að nota sér trygð Dómanski við prins- essuna, og hafa upp úr honum það, sem hægt væri. Sagt er að liann hafi sagt honum margt, og svo hafi Galitzin látið hann mæta prins- essunni fyrir sér, Dómaski titraði við, er hann sá prinsessuna, og beygði kné fyrir henni og lá við að tárast , Hann bað hana fyrirgefn- ingar fyrir að hann hefði sagt altþað er hann vissi um hana, sannleikanum samkvæmt, til hagsmuna henni sjálfri, og grátbað hana að gera hið sama. Svo féll hann stórkanzlaran- um til fóta. «Eg bið um vægð fyrir hana» æpti hann, <-djöfull stærilætis hefir vald yfir henni, hún er ekki ler.gur sjálfri sér ráðandi; gefi keisara- innan mér hana fyrirkonu; alt: útlegð, örbirgð og eymd vil eg feginn þola, ef þið að eins gefið henni líf —eg mun þá blessa velgerða- semi yðar.» Prinsessan glotti fyrirlitlega; svo sneri hún sér að kanzlaranum: «Veitið mér þá náð, að láta þennan manngarm fara burtu; sjáið þér ekki, að hann er ekki með fullu ráði?» Svo endaði þessi samkoma, án þess að hún játaði neitt, eða gæfi neiit í Ijós um, hver hún eiginlega væri. Hún var flutt í dýflissuna aftur. Hún hafði lengi verið veil fyrir brjósti, og ágerðist nú sjúkdómur hennar óðum, niðri í köldum og blautum kjallaranum, sem Newaskol- aðist um að utan. En þó hún væri veik fékst aldrei nokkurt orð upp úr henni um það hver hún væri. Aftur á móti nefndi hún ýmsa menn á nafn, sem gæti sagt til um ætterni sitt, þar á meðal Georg v. Keith, landsstjóra í Neuf- chatel og aldavin Rousseau’s, en hann var þá nýlega dáinn. Loks hættu menn að reyna að greiða úr þessu vafamáli. Eu merkilegt er það, að aldr- ei var neitt reynt til að bæla niður þennan orða-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.