Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Síða 18
186
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
ur á þá, og vakti við þá fjörugar samræður.
Svo fór hann að núa á sér hendurnar, þykkar
og feitar, og sagði í gletni: «Við drekkum nú
líklega út þennan skírnartollinn:
Aðólfi hafði þá gramist það, þótt hann lítill
væri, að presturinn skyldi vera að minnast á
skírnartoll við slíkt tækifæri.»
En nú hugsaði hann á þá leið: «Raðget-
ur verið, að þessi maður hafi verið saklaus á
unga aldri, og helgað sig köllun sinni af hrein-
um hvötum, og barist við freistingarnar.
En hann þurfti að lifa. — Brauðið var lé-
legt, en hann hafði þungt heimili, og svo
varð hann að hafa úti allar klær, til þess að
komast af. F*á sljóvgaðist tilfinningin, og hann
varð auraþræll, en gleymdi að þjóna drotni.
Honum datt í hug gamla máltækið: «Seint
fyllist sálin prestanna.»
Ef prestarnir hefði föst laun, þá hefði þessi
málsháttur aldrei til orðið. Pá spurði Aðólf
sjálfan sig: «Eru þá engir prestar góðir og
göfuglyndir?» Þeir eru til að vísu; en það get-
ur enginn gizkaðá,'hve harðabaráttu þeir hafa
þreytt. Pað er einkamál guðs og þeirra.
Hann langaði alt í einu til þess að verða
trúboði. Hann vildi boða trú heiðingjum og
guðleysingjum, með kærleika og sjálfsafneitun,
og virða allar hættur að vettugi. Hann varð hrif-
inn við tilhugsunina, hjartað fór að slá ótt og
títt, og blóðið streyindi fram í hverja æð.
Þá braust fram andstæð hugsun:
Pað var lítihnannlegt að víkja af verði, eins
og ótryggur liðsmaður. Hann vildi heldur
gegna köllun sinhi, stríða og sigra.
Hann gekk þarna fram og aftur alla nótt-
ina. Hafið, sjálfskapað og alfrjálst var honum
á aðra hönd, en skemtigarðarnir, tilbúnir og
tízkubundnir á hina. Pað voru nábúar, en haf-
ið hélt samt frelsi sínu óskertu.
Aðólf vildi líkjast því. Hann vildi ekki láta
freistingar né vanans villur fá vald yfir sér.
Hann vildi brjóta bág við tízknua, og boða
guðs orð eftir sannvizku og sannfæring sjálfs
sín, en ekki sem þulu, vissa og vanabundna
við hvert tækifæri.
Tunglið gekk undir, og það varð dimt um
stund. Svo fór aftur að bera á ofurlítilli Ijós-
glætu, sem reyndi að eyða myrkrinu. Það var
dagsbrúnin; og myrkrið flúði um síðir alger-
lega fyrir sólarljósinu.
Pá varð Aðólfi skaprórra.
«Nei,» hugsaði hann með sjálfum sér, «það
þarf engin heróp né háreisti til þess að Ijósið
yfirvinni myrkrið. Pað þarf einungis gott hjarta
og öflugt viljaþrek. ... Pá birtir smátt og
smátt, únz sólin vermir ált geislum sínum.
Aðólf gekk í hægðum sínum heim að húsi
því í borginni, sem hann hafði leigt herbergi
kvöldið áður. Hann þurfti að fara af stað heim,
því að það var búið að biðja hann að jarð-
setja mann daginn eftir, og hann þurfti að
búa sig undir að halda líkræðuna, sem hann
hafði verið beðinn um.
Pað var erfitt umhugsunarefni.
Pað var einn ríkasti og helzti borgari bæ-
jarins, sem dáinn var, og hann hafði baðað í
rósum alla sína daga. Hann hafði ausið fé á
báðar hendur til fátækra og ýmsra góðgerða-
fyrirtækja, og látið hvarvetna mikið á sér
bera, svo að allir dáðust að honum.
En Aðólf, sem leitaði uppi syndarana, og
huggaði þá hryggu og þjáðu, hafði skygnst
dýpra. Hann hafði rakið feril lasta og ódreng-
lyndis heim að húsi ríka velgjörðamannsins.
Hann gat ekki haldið neina lofræðu yfir
honum, né lofað góðgerðasemi hans. Góðgerða-
semin hafði verið sauðargæra sem huldi úlfinn.
Ættingjar þess dána höfðu talað við Að-
ólf áður en hann fór til Kaupmannahafnar, og
lýst æfiferli hans eins og helgasta dýrlings, en
Aðólf Iét þá á sér skilja, að sér væri kunnugt
líf hans og starf.
Þegar Aðólf kom lieim, fékk hann bréf frá
ekkjunni, og afarmikla fjárupphæð í ávísun, borg-
un fyrir Iíkræðuna, sem hann hafði verið beð-
inn um.
Aðólf fölnaði, er hann sá upphæðina.
«Fémúta!» Orðið brauzt fram á varir hans
eins og óp, Hann sló utan um ávísunina og
endursendi ekkjunni hana. Hann var svo æst-