Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Page 20

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Page 20
188 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. og að ala upp nýju kynslóðina; það varsama sem að skapa framtíðina. Retta var starf, sem vert var að lifa fyrir. Aðólf hafði talað við hana um ást, og bréf- ið hans var svo viðkvæmt og alúðlegt; en hversvegna kom hann ekki? Hvers vegna fékk hún ekki að berjast með honum? Hún þráði að eiga sinn lilut af alvöru lífs- ins, og prestskonan hefir gott tækifæri að neyta hæfileika sinna. Franz, bróðir Maríu, ætlaði að fara að gifta sig. Heitmey hans var bezta vinstúlka hennar, og hún átti að þjóna brúðurinni á heiðursdegi hennar — . Hvenær............. Franz kom inn í stofuna til Maríu. <-Nú vantar ekkert á ánægjuna brúðkaups- daginn minn, Aðólf ætlar að koma og gefa okkur saman* mælti hann. «En hvað eg hlakka til að sjá hann!« María svaraði engu, en það kom óstyrkur á hendurnar. «En hvað þú ert undarleg, María, þú minn- ist ekki einu sinni á Aðólf. Pið voruð þó einu sinni vinir. Svona eruð þið léttúðugar, stúlk- urnar. Ró að bezti vinur ykkar sé ekki burtu nema ofurlítinn tíma, þá eruð þið búnar að gleyma honum. Við karlmennirnir getum gleymt því, þótt við verðum skotnir sem snögg- vast, en vináttunni gleymum við ekki. Pað er eins og segir í vísunni: «Vináttan varir til dauða». «Já, það segir þú satt, Franz, að þið, karl- mennirnir, gleymið fljótt ástinni. Pað er al- gengur sorgarleikur í lífi konunnar, sem ykkur er óþektur. Rið hlæið að gömlu konunum, piparmeyjunum sem þið kallið, en vitið eigi, að það sem hefir ráðið kjörum þeirra, er það, að þær hafa munað það sem þið hafið gleymt.» Franz laut að Maríu og horfði framan í hana. — «Pú ert þó ekki .... María tók fram í fyrir honum: «Nei, nei, Aðólf er ekki einn í þeirra tölu sem öllu gleyma. Hann var svoalvörugefinn þegar íuppvextinum;» Franz kastaði nokkrum gamanyrðum, og gekk burtu. María sat hugsi. Hún var að hugsa um það, hversu líf sitt hefði verið lítils virði, og mint- ist hvers smáatriðis frá því hún mundi fyrst eftir sér. «Auðurinn er sök í því, að miklir kraftar og góðir hæfileikar liggja oft og einatt ónotaðir,» hugsaði hún með sér. Hún mundi ekki eftir neinu verki, sem hún hafði unnið, er vekti góðar endurminningar, eða gleddi hana. Hún hafði ekkert gert. Hún hafði einungis leikið sér, og unnið lítilfjörleg smá- vik, sem enginn mundi sakna er hún færi, Rað var aðalskylda auðmannsins að gera gott, en hún fékk ekki heldur að gera það. Hún var of ung til þess. Foreldrar hennar gerðu það, Hún hafði að vísu lært ýmislegt til munns og handa, en ekkert til hlítar. Mentunin var eins og annað glys, er hékk utan á henni. Uppeldi hennar var eins farið og flestra hennar Iíka, að í það vantaði alla alvöru og festu, og léttúðin fékk að leika lausum hala. «Af þessu leiðir, að hjónabandið fer eins og það fer oft og tíðum» hugsaði María. «Ef eg giftist, þá skulu skyldur mannsins míns líka vera mínar skyldur, og á heimili okk- ar skal skyldan og kærleikurinn sitja í fyrir- rúmi fyrir gjálífi og léttúð.» XI. KAPITULI. Aðólf gaf sig enn að starfi sínu með ein- beitni og áhuga, en hann var farinn að finna beturtil ábyrgðar þeirrar, sem á honum hvíldi, og orðinnmildari í dómum sínum og umburðar- Iyndari. Hann gætti betur hófs, því að hann sá, að það voru margir steinar á veginum, sem hann gæti dottið um. En þar eð hann þekti torfærurnar, vildi hann reyna að forðast þær. Dag einn fékk hann bréf frá Franz vini sín- um, sem bað hann að komatil Kaupmannahafn- ar og gefa sig í hjónabandið. Hann varð glaður við, og æskufjörið og Iífsgleðin Iifnaði hjá honutn að nýju. Hann ætlaði að fara.......... og þá ætl- aði hann að tjá Maríu tilfinhingar sínar, segja

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.