Nýjar kvöldvökur - 01.11.1910, Side 16
156
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Steini kvaddi Gísla í Iágum rómi, greip
kassann og hljóp fram af varpanum.
»Ætlarðu nú að gleyma eggjunum þínum
eftir allt saman — þau eru hérna suður við
bæjarkampinn,» kallaði Gísli á eftir honum.
Svo fór hann að búa sig á stað úteftir. —
— — — Steini vaknaði fyrir allar aldir
morguninn eftir, þó svefntíminn hefði ekki orð-
ið langur um nóttina.
Mamma hans var ekki farin að róta sér og
reis hissa upp í rúminu, þegar hún sá, að
Steini var kominn framan á.
Hann tók eftir því og flytti sér að segja
um leið og hann stneygði upp á sig skónum:
«Rú þarft ekki að vera hrædd um, að eg strjúki
núna burtu, mamma, — eg ætla bara að skjót-
ast ofan og kem undir eins aftur.«
Svo hvarf hann fram úr dyrunum.
Móðir hans hafði verið orðin hrædd um
hann kvöldinu áður og vakti eftir honum. En
hann var svo slunginn að laumast heim að
bæiium, án þess hún yrði vör við; og gat
skotið kassanum og eggjunum inn í hesthús-
kofanu á bak við bæinn. Mömmu sinni mætti
hann svo í bæjardyrunum allslaus og lézt vera
heldur dauíur í dálkinn. En hann hló í hug-
anum; þegar hún fór að atyrða hann fyrir
uppátækið, og hann svaraði engu orði, held-
ur labbaði rakleiðis inn, át vætuspóninn sinn
og fór svo að hátta og sofa. —
Steini flýtti sér að sækja feng sinn út í
kofann. Mamnia hans var sezt framan á, þeg-
ar hann kom inn í baðstofudyrnar.
«Þetta er aflinn minn í gærkvöldi, mamma,«
sagði hann og rétti henni kassann og eggiti.
«Líttu á, mamma! — nú getum við haldið
upp á hátíðina eins og aðrir.»
Hún varð alveg hissa, og nú vaknaði Ól-
afur fyrir ofan hana og Ieit upp. Og nú sagði
Steini alla söguna, nema hvað hann þagði al-
veg utn það, þegar honum var boðinn kass-
inn í fyrra skiftið.
«Elsku drengurinn minn,« sagði móðir hans
og faðmaði hann að sér; «Petta verður sann-
kallaður hátíðisdagur fyrir þig og okkur öll
saman. Eg, sem var farin að halda, að ekkert
mundi rætast úr. Og blessunin hún Sigga litla,
— það verður gaman að fá hana úteftir í
dag. — En eg held það veiti ekki af því, að
eg fari að hypja mig fram og taka uppeldinn
— það verður eitthvað með hann að gera
hérna í þetta sinn. Blessaður Ólafur, gefðu
mér nú spýtu í eldinn eða eitthvað, sem skerp-
ir duglega hitann !«
Ólafur reis upp í rúminu og fór að tína
utan á sig fötin. En Steini fór að klæða sig
í vöðuplöggin. Móðir hans spurði, hvort hann
ætlaði aðljúka sér af með að ganga við kindurnar.
»Já,« svaraði Steini, en eg verð sjálfsagt
ekki mjög lengi núna. Að því búnu verður
gaman að koma heim — eins og æfinlega,«
bætti hann við og fór.
Steini var léttur í spori við ærnar fþennan
morgun. Nú var líka skipt um veður, komið
glaðasólskin og himininn heiður og blár, og
leit út fyrir mikinn hita um daginn — reglu-
leg hvítiasunna. Rað lá líka vel á öllum skepn-
um. Lömbin léku sér kringum ærnar, hestarn-
ir kljáðust í haganum og fuglarnir hoppuðu
og sungu. Allir fögnuðu hátíð vorsins.
Rað var líka hátíð í huga Steina litla. Beisk-
jan var horfin úr sálu hans og kuldinn frá því
daginn áður, alveg eins og skýjakápan gráa
hafði sópast burt af himninum fyrir sól og
sumri. Hann leit bæði aftur og fram undan sér,
en hugsanirnar voru óljósar ennþá og sund-
urlausar, eu Ijúfar og barnslega dreymandi.
Honum fanst hann eygja takmai k, eitt af öðru,
í hálfgegnsærri Ijósmóðu Iangt, langt í burtu.
Ró stöðvaðist hann ekki við neitt þeirra að
ráði. En ef hann hefði getað skipað hugsun-
um sínum niður á skýran og ákveðinn hátt, þá
hefði niðurstaðan líklega orðið eitthvað á þessa
leið:
«Eg ætla að reyna af fremsta megni að
hjálpa þeim, sem bágt eiga og verða útundan
í lífinu. Með því ætla eg að hefna mín--------
og þín líka, mamma!«
Björn austræni.