Nýjar kvöldvökur - 01.11.1910, Page 19
MÓÐIR SNILLINGSINS.
259
«Hvers son er hann skrifaður?»
«Hann var skrifaður Hansson í kirkjubæk-
urnar, og eg trúi að hann sé nefndur svo alls-
staðar. Geirlaugar-Reynii var hann venjulega
kallaður fyrir norðan.»
»Var ekki neitt getið til eða vitað um
faðernið?«
«Eitthvað var verið að geta sér til, bæði
rétt og ekki rétt, en fáir eða engir vissu það
sanna, nema eg.»
«Svo að þú veist alla þá sögu með sann-
indum ! Viltu ómögulega segja mér alt, sem að
þú veist um móður hans? Mig langar svo mik-
ið f'I að vita, hvernig maður þessi er til kom-
'nn. Mér lízt svo framúrskarandi einkennilega
vel á manninn. Mig langar til að vera — —
móðir hans.»
«Eg hefi engum manni sagt sögu hennar,
hví að hún trúði mér fyrir því, sem fáir eða
engir tala um við aðra. Hún var svo hrein-
skilin og sönn, einlæg eins og barn, að það
hefði verið stórsynd að vera henni ótrú, ennúer
Þetta alt gamalt og gleymt, og hún komin
burt frá bágindum sínum, því bágt átti hún,
bð sjálfri sér mætti um kenna, alténd með sumt.
Hún hafði svo margar undarlegar skoðanir á
hlutunum, að það var engin von, að henni
blessaðist sá hugsunarháttur, þó engum vildi
hún mein gera, það vildi hún ekki.-------En eg
get ekki sagt þér neitt meira um þetta núna,
en ef að þig langar til að heyra sögu hennar,
bá máttu koma til mín eitthvert kvöldið í
rökkrinu, við skulum þá minnast á hana sem
að enginn man eða minnist á nú.«
'Segðu mér einungis eitt; skeytti maður
bessi ekkert um móður sína, þegar að hann
vitkaðist?»
«Hann var fjögra ára barn, þegar að hún
fór svona, og það var aldrei á hana minst við
hann, fyr en hann var kominn til vits, þá sögð-
Utn við honum frá móður hans hvar, hún væri
°g að hún væri veik.»
«Skeytti hann þá ekkert um hana; að vilja
sjá hana þó að — — —»
*Jú, jú! hann bað okkur elnu sinni um
að lofa sér að fara þangað, sem að hún hélt
til, svo að maðurinn minn fór þangað með
honuni, en það varð ekki drengnum til annars
en angurs, hún mundi ekkert eftir umliðna tím-
anum eftir það, að hún varð svona, gleymdi al-
veg barninu sínu, sem að hún elskaði þó næst-
um yfirdrifið, gleymdi öllu, og þeim báðum
þá Iíka-------»
xPeinj báðum — hverjum?»
«Nú drengnum sínum og föður hans.»
«Elskaði hún--------»
«Góða nótt, og komdu þá annaðkvöld ef
þú vilt.».
«Góða nótt! Eg kem áreiðanlega, frænka!»
Mér varð ekki svefnsamt þá nótt. Hugs-
anirnar um yndislega manninn unga, með snill-
ingsglampann í gráu augunum, ogþunglyndis-
keiminn í djarfmannlega, sigurglaða svipnum,
ásóttu mig andvaka, og svo hún móðir hans!
-------Að hugsa sér að hann hallaði sér ofan
að manni og segði: inamma mín. Mér var sem
að eg sæi munninn á honum með nautnaþorst-
ann á neðri vörinni, og svo rómurinn!---------
Retta ásótti mig; eg sofnaði þó loks og vakn-
aði aftur án þess að eiga hann, eyddi deginum
til óþarfa og flýtti mér svo strax, þegar skyggja
tók, til frænku til að fá «meira að heyra.» Hún
sat ljóslaus með prjónana sína og var ein. Það
þótti mér bezt, og eg stórhlakkaði til, eins og
eg hlakka til að liggja lesandi í rúmi mínu á
kvöldin, þegar eg hefi eitthvað gott að Iesa.»
«Eg er búin að taka hér upp bréfin sem
að hún skrifaði mér» byrjaði frænka. «P*að er
bezt að þú sjáir þau eins og þau eru, fyrst að
eg annars er að bulla um það altsaman, sem
ekki ætti þó að vera. Rú mátt ekki láta neitt
á þessu bera, meðan Reynir lifir, hann fer nú
að vísu af landi burt aftur strax í haust-----»
«Fer hann?»
«Já, hann er ráðinn sem einsöngvari suð-
ur á Rjóðverjalaudi, þar er honum boðið
feiknahátt kaup, hér hefir hann ekkert að lifa
af sem söngmaður. Hann gjörir ráð fyrir að
dvelja hér í sumar, svo fer hann í burtu aftur.»
«Nú, fer hann! og mér fanst eins og eg
33’