Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Side 3
Dr blöðum Jóns halta.
Eftir séra Jónas Jónasson.
1. Fréttirnar í selinu.
Eg var að koma ofan af heiðinni. Loksins
eftir langa mæðu, og það held eg orðið jöfnu
báðu, miðsmorguns og dagmála. Hesturinn
minn og eg vorum báðir orðir sárlatir og
dauðuppgefnir. Eg var á einum hesti skjótt-
um, mesta úlfaldagrip, og hafði eg riðið hon-
um einhestis í allar mfnar skólaferðir. Og eg
þorði líka alt af bjóða hverjum út sem vera
vildi með það, þótt hann enda væri á tveim-
ur, að eg skyldi ekki verða á eftir, sízt þegar
til lengdar léti.
Eg hafði haldið svona áfram hérumbil síðan
stundufyrir dagmál daginn áður. Reyndar hafði
eg skroppið af baki svona við og við, þar sem
voru þægilegir hagablettir, til þess að láta þann
skjótta grípa niður og jafna sig. En þótt við
héldum svona áfram hgggt og sígandi, bar ekki
á því að við yrðum neitt sérlega daufir eða
doðalegir fyrri en með morgninum. Það var
blíðalogn, hvergi skýjadrag á lofti. Enginn
andvari bærði svo mikið sem við einu einasta
blqmi eða brumvendi þar á heiðinni. Rað var
undarlega blundsæll og draumvær vormorgun-
inn, þegar maður hefir vakað alla nóttina, eða
svo reyndist okkur Skjóna. Sólin skein steik-
jandi og brennandi og kastaði töfragliti yfir
daggsjóinn. Rað var fögur sjón að sjá —
margfalt, margfalt fegurra litskrúð og girnilegri
Prýði, en f nokkurri búð er að sjá eftir að
glingurvaran er komin á vorin. En það var
ekki svo lengi sem þess naut. Sólin hitaði
döggina, blómkollana og jörðina; daggsjórinn
rann f sundur og leystist upp í hálfgagnsæia,
bláleita móðu; gufu Iagði upp af votlendinu;
hún smaug eins og lifandi bönd eftir dældun-
um — og það var líkast því að sjá yfir rúst-
irnar eins og þær væri ótal hólmar upp úr
þegjandi, krystaltæru fljóti, sem streymdi kyr-
látt og niðlaust jafnt forbrekkis sem andbrekk-
is. Pessi draumljúfa kyrð, þessar undarlegu
straumleiðingar, sem einstöku sinnum getur að
sjá á brennheitum vormorgnum og sumar-
morgnum á heiðum og daladrögum á íslandi,
hafa undarleg áhrif á mann. Það er eins og
náttúran setji upp einhvern sparisvip, sem við
erum ekki vanir við. Rað er einhver helgi-
blær yfir henni. En það stendur ekki lengi,
Hitamóðan leysist skjótt í sundur og rýkur út
í loftið. Þokuslæðingarnar hverfa og loftið er
jafntært og áður.
Um þetta leyti dags ætlar svefninn altaf
að sigra syfjaðan mann; að minsta kosti gætti
eg ekkert að mér fyr en eg hrökk upp við
það að sá skjótti hnaut um stein í götunni —
og eg var nærri hrokkin af. — Hestinn hafði
dauðsyfjað eins og mig.
Eg leit upp og reif stýrurnar úr augunum.
Eg sá ofan til sveitafjallanna; hnjúkarnir á milli
dalanna gnæfðu langt upp fyrir heiðarflatnesk-
juna framusdan mér, bleikir og sólroðnir á
austurhlið, en austanmegin dalsins voru þeir
dimmbláir og skuggalegir ílits. íblá móða
lá eins og gagnsær glersjór á milli þeirra. Enn-
þá gat eg ekki séð ofan í dalinn, en það var
farið að halla undan fæti. Heiðarkvíslin var
farin að verða svo ströng, að það var orðið
gil að henni. En bláa móðan minti mig á
gamla og góða vini, morgunkaffið og búverka-
N. KV. V. 1.