Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Síða 5
ÚR BLÖÐUM JÓNS HALTA
3
Eg kallaði óðara ti! kerlingar og sagði:
«Gáðu að katlinum — það er að sjóða
upp úr honum.«
Kerling leit við og varð svo hverft við, að
hún var nærri búin að missa trogið. En eg
beið ekki boðanna, úr því hún var vant við
látin, og brá mér sem skjótast út í kofann
aftur og bjargaði katlinum, mætti kerlingunni
með hann í dyrunum, heilsaði henni hlæjandi
og fékk henni þann svarta.
Kerling tók inér vel; hún hafði séð mig einu-
sinni eða tvisvar áður og þekti mig. Það var
því ekki að sökum að spyrja — hún tók mér
eins og gömlum kunningja, enda hefi eg jafn-
an átt því láni að fagna, að verða átrúnaðar-
goð allra kerlinga, sem eg hef kynst; það hef-
ir gengið öllu erfiðara með þær yngri.
Hún bj'rjaði með að spyrja mig, hvort hún
mætti bjóða mér að smakka skyr og rjóma.
Eg var heldur á því, að lítið hefði verið um
slíkt þar uppi á heiðinni í nótt. Meðan eg
geiflaði á skyrinu, spurðumst við almæltra tíð-
inda, en fátt bar þó sögulegt á góma, sem
taki því að færa það í letur. Mest spunn-
ust umræðurnar út af því, hvernig mjólkaði í
selinu; bezt sagði hún mér að mjólkaði, ef
fénu væri haldið frammi og uppi í Borgarrúst-
um, en langmest væri smjörið, ef því vær
haldið í Víðilágunum og upp hjá Grenis-
hólunum; en samt heyrðist mér á henni, að
húsmóðurinni þætti það aldrei um of, og fanst
mér það ekki nema eðlilegt.
Pegar eg var búinn að borða nægju mína
af skyrinu, var kerling búin að hella á könn-
una, og sýndist mér hún renna til hennar
mjög hýru auga. Það leið heldur ekki á löngu
að kaffið kæmi, og væri synd að segja annað,
en það væri vel útilátið; pörin voru í vænna
lagi, og sú tízka þektist ekki þarna uppi í ó-
bygðum, að hafa borð á bollann; undirskálin
var líka hálf eða vel það.
Skjóni stóð úti. og nagaði grængresið úr
selbrekkunni og var hinn rólegasti, þó það
vaeri fremur snögt. Mér þótti synd að ónáða
hann undireins, og sat því enn á meðan kerl-
ing var að búa í strokkinn; eg varð líka hálf-
feginn að hvíla mig ofurlítið og láta líða úr
mér.
Alt í einu sneri kerling sér að mér upp
úr lokleysuskrafi og sagði:
«Já, þér hafið náttúrlega ekki heyrt það, að
hann er nýdáinn, hann Jón gamli halti, sem
hefir verið á Dynjanda nú í nokkur ár?«
»Hann Jón halti? Eg held eg kannist ekk-
ert við hann —hvaða maður var það?« spurði eg.
»Ja— þektuð þér ekki hann Jón halta —
eg hélt að allir hefðu þekt hann, karlugluna,
þá hann lifði,» svaraði kerling, »það er gott
ef það á ekki að jarða hann í dag eða á
morgun.«
»Bjó hann á Dynjanda, þessi Jón?«
»Ja-nei-nei, hann hefir aldrei tímt að
búa á æfi sinni. Hann vantaði annan fótinn og
gekk á einhverjum tréfæti — ja þvílíkt.»
»Var hann þá á sveit?«
»Nei, eg held síður; þetta var forríkur
skratti, þó að það sæi ekki á honum. Ekki eyddi
hann því í stássið. Hann átti margar jarðir
og lifði af þeim, og nurlaði svo saman, það
sem hann gat þar fyrir utan. Pað var undar-
legur kar!.«
Eg hafði gaman af að Iáta kerlingu rausa
og ól því ögn á henni og sagði: «Já það er
rétt — og i hverju helzt?«
»Ja, það er nú ekki gott að telja þá alla
upp í einu, taktana hans Jóns, þeir voru svo
margir. Fyrst kól hann og misti fótinn, þeg-
ar hann var um tvítugt — en ekkert hefi eg
heyrt greinilega um það, hvernig það vildi til;
en eitthvað hefi eg heyrt um það samt — jú.
það er alveg satt, nú man eg það — það var
víst sjálfum lionum að kenna — hún Rórkatla
í Múlakoti sagði mér það einu sinni. Hann
hafði komið að bæ, eg man ekkert hvar, í
.hríðarkalsaveðri og verið illa útbúinn, og fólkið
hafði ómögulega viljað láta hann fara lengra.
En þvf var ekki viðkomandi. Hann dreif sig
á stað, hvað sem hver sagði, út í hríðina, og
ætlaði að ná til næsta bæjar; eg trú’ það hefði
verið þar vinnukonukind, sem hann hafði ver-