Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Síða 10
8
NÝJAR KVKLDVÖKUR
Og Skjóni fór að greikka sporið líka. Á
langferðunum verður maðurinn og hesturinn
að einni lifandi veru; báðir lifna og báðir
dofna saman, eftir áhrifunum að utan. Við vor-
um orðnir eins og nýir af nálinni eftir alt hugs-
anamókið ofan sneiðingana. Rað var ekki nema
drjúg bæjarleið út að prestsetrinu. Eg blakaði
Skjóna aðeins með svipunni minni, og hann
fór á harðaspretti út allar götur, og stanzaði
ekki fyr en heima á prestsetrinu. Pá var liðið
að dagmálum eftir gömlum búmannseyktum.
Mér var tekið tiið bezta á prestsetrinu. Skóla-
bróðir minn, prestssonurinn, var nú orðinn
stúdent, og fór inn með mig, en lét flytja Skjóna
á haga. Eg bað að lofa mér að sofa — en bað
að vekja mig fyrir alla muni áður en jarðað
yrði.
[Framh.]
Móðir!
(Kveðja frá Islendingi erlendis.)
Pú «eykonan forna* á öldunum blá,
þú óðalið Sögu og Braga.
Pín minning, hún ríkir svo heilög og há
í huga mér, nætur og daga.
Þú yljaðir sál minni ást þína við
og ólst mig á brjóstunum þínum.
Eg þráði það heitast, að finna þar frið
og fórna þér kröftunum mínum,
Eg skil ekki sjáifur hvort Rögn urðu reið
og ræntu mig vonunum mínum;
en Nornirnar, þær hafa lagt mína leið
svo langt burt frá ströndunum þínum.
Eg vissi að eg gat ekki lánað þér Ijós,
sem leiðbeindi fólkinu þínu,
en óskaði að findist þó örlítil rós
í einhverju sporinu mínu.
Eg hef máske valið of vandfarna leið
og verið svo þollaus og «hálfur,«
í gáleysis draumórum ganað mitt skeið
og glatað svo vonunum sjálfur.
En hvar sem eg velkist í veraldarál
og villist um ókunnar slóðir,
hver einasta hreyfing í anda og sál
þér einni skal tilheyra, móðir!
X -1- Z
Mansöngur hjarðsveinsins.
(Úr ensku miðaldarkvæði).
Kom, ástmey kær, sem yndi ber,
upp tii fjallanna og ver hjá mér,
og skoðum þá fegurð um fell og dal
er frið og unun oss veita skal.
Hvílum þar rótt und háum tind’,
hlustum á fugla’ og tæra lind
kvaka’ og niða sinn ástaróð
þar ullaðrar hjarðar gætir þjóð.
Þar vil eg þér rósa- búa beð
blóma angandi skrúði með,
glitofinn kjól úr gleym-mér-ei
og glólilju fald, er prýði mey;
Og hlýjan möttul úr mjúkri ull
eg mun þér gera með rauðagull,
kögraðan, hnöppum hneptan barm,
og hring af perlum um ljósan arm;
Belti’ úr sóley og sefjareyr, .
svo að þú skartir ennþá meir,
með skelpöddupörum endum á. —
Elskan mín vert’ og bú mér hjá.
Af silfurdiskum, er sól skín frá,
sæl eins og guðir við borðum þá,
úr ebenvið borðið breitt með traf —
bikar úr gulli drekkum af.
Hjarðsveinar dansa og hefja söng,
sem hljómar að aftni um klettagöng
til ágætis mest og yndis þér. —
Ef þetta hrífur, þá bú hjá mér.
AGNAR.