Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Qupperneq 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Qupperneq 13
GULLFaRARNIR 11 *Segið okkur alt eins og það er,® sagði hún blíðlega, ■<við erum við öllu búin.« «Hvað vitið þér um Don Estevan,« sagði húsbóndi. »Hann er dauður.« Don Agústín tók höndum fyrir andlit sér og andvarpaði, »Hver hefir drepið hann?« sagði hann. «Hver hefir drepið hann? »Rað veit eg ekki — en dauður er hann fyrir dómi drottins." »Og Pedró Díaz, valmennið?« »Dauður, eins og Don Estevan.« «Og vinir hans, Kúkilló, Oroke og Baraja?« «Dauðir, eins og Pedró Díaz.« Og svo sagði hann frá því helzta, er gerzt hafði í ferð þeirra; «en svo breiddist út sú saga,« sagði hann, «að við værum komnir í nánd við stórauðugar gullnámur. Kúkilló hvarf frá okkur, og eg var sendur til þess að leita hans; fann eg slóð hans, en lenti þá f klóm á Apökum, sem eltu inig, og einn þeirra náði mér, dró eldhring með hníf sínum um höfuð mér, en þá heyrði eg byssuskot, Apakinn féll, en eg féll í ómegin. En svo vaknaði eg aftur við byssuskotin — en gat þá ekkert séð fyrir blóði, sem rann ofan í augu mér — höfuðið á mér var alt flegið, og eg þreifaði á beru beininu, og kvaldist af logandi sviða. Pess vegna ber eg altaf skýlu um höfuð mér, herra.« Iskaldur sviti spratt út á enni Gayferos — lesarinn hefir víst þegar þekt hann — og þau feðginin hrylti við sögu hans. Svo sagði hann frá því, er Kanadarinn sótti hann, og lofaði Don Agústin mjög það hreystibragð. «Þeir voru þrír á hólmanum með tröllinu, sem bar mig; hinir voru aldraður maður, á aldnr við risann, sem bar mig, það er að segja svona rúmlega fimtugur að sjá, og ung- ur maður, fö'ur og göfugmannlegur, snareygð- ur og brosti blíðlega, Ijómandi fallegur mað- ur, sennora, sem bæði væri gaman að eiga sem vin ogelskhuga. Peir sögðustvera bjóraveið- arar.« Svo hélt Gayferos áfram sögu sinni, frá því er Fabían var tekinn og átti að deyja við píslastólpann. Pá fölnaði mærin, og lét Gayferos ekkert á því bera að hann tæki eftir því. Sagði hann svo söguna áfram, en gat ekki um oristana við Bjóratjörnina nema undan ogofanaf; hann gat þess aðeins, að tröllið hefði loksins getað náð elsku drengnum sínum eftir langa og harða orustu, og þrýst honum að hjarta sér. «Lof sé guði,« sagði Don Agústín, og Rósaríta roðnaði aftur af gleði og brosti. Svo sagði hann það sem hann vissi um afdrif gullfaranna, og það, að þeir væru allir dauðir nema hann einn — fyrir guðs sérstaka tilhlutun væri hann enn á lífi. «Og svo fórum við til sléttanna í Texas, og höfum haldið þar til hingað og þangað. En þó að það væri bæði hættulegt og erfitt líf, er það samt skemti legt á sinn hátt, En einn af okkur, ungi mað- urinn föli, gat auðsjáanlega ekki felt sig við það, Eg tók undireins eftir því, þegar eg sá hann fyrst, hvað hann var raunalegur, eins og einhver hugraun hvíldi yfir honum. Og eftir því sem lengra leið, var eins og sorg hans og deyfð færi vaxandi. Gamli veiðimaðurinn, sem eg hugði væri faðir hans (seinna vissi eg hann var það ekki), gerði alt til þess að lífga hann og hressa, og laða huga hans til þess að dást að fegurð eyðimerkurinnar, skóganna og fjallanna, og þessu töfrandi seiðmagni, sem felst í hættunum sjálfum. En það var árang- urslaust. Það var aldrei nema í hættunum sjálfum sem bráði afhonum; þá leiftruðu augu hans, snör og hetjuleg, en svo féll hann aftur í sama raunagruflið. Svo minti eg hann einu sinni, þegar við vöktum saman, á eitt nafn, sem hann tautaði í svefni, og þá fékk eg að vita undirrótina til þunglyndis hans og hug- rauna. Hann var ástfanginn, og einveian rifjaði upp fyrir honum endurminningar, sem hann hafði reynt að bæla niður, en megnaði ekki. Og mærin, sem hann unni svo, elskaði hann ekki aftur.« Feðginin bæði fylgdu sögunni með mesta r

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.