Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Page 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Page 22
20 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Múlattinn veik sér í veg fyrir hann og sagði með skipandi röddu: »Bíðið við, þér skulið gera það, sem eg vil vera láta, hvort heldur yður er það ljúft eða leitt. Eg hefi eigi tilgangslaust eytt mörg- um dögum og haft úti njósnara til þess að ginna yður hingað. Neyðið mig eigi til þess að beita þeim meðulum, sem gera alla mót- spyrnu yðar árangurslausa. Stúlkan, sem eg hefi ákveðið að þér giftist, hefir alla þá kosti til að bera, sem maður í yðar stöðu getur óskað sér.« »En eg vil hana ekki!« hrópaði doktorinn, því nú fór að síga í hann fyrir alvöru. «Hún er ljómandi falleg.« ^Rað má hún fyrir mér.« »Hún er vellauðug.« Walter svaraði engu, en reyndi að kom- ast heim að húsinu, en Múlattinn fylgdi hon- um eftir og sagði: »F*ér viljið losast við mig, en þér hafið ekkert undanfæri og eruð alveg á mínu valdi. Viljið þér svo giftast stúlkunni eða ekki?* «Eg hefi þegar sagt yður það — nei,« hrópaði Walter því óttaslegnari, sem honum fanst hann vera að missa vald yfir þolinmæði sinni. En hinn áleitni Múlatti var stöðugt jafn- kaldur og rólyndur. »Jæja, svo tek eg yður fastan,« sagði Mú- lattinn um leið og hann læsti um handlegg hans ómjúku taki. Hinn ungi grasafræðingur hafði sjaldan Ient í slarki og erjum óhlutvandra veraldarmanna, en lengst af haft allan hugann á friðsamlegri vísindastarfsemi; var hann þvf mesti geðspekt- armaður og seinn til að skipta skapi. En þessi ofsalega áreitni, sem kom honum á óvart, hleypti á svipstundu í hann feiknabræði. Hann tók snögt viðbragð og reif sig lausan, hopaði tvö fet aftur á bak og hafði skammbyssu á lofti í einni svipan. Retta gerði hann með því afli og snarræði, sem honum hefði ekki komið til hugar að hann ætti til. Regar hann hafði þannig snúizt til varnar með örugt vopn í hendi, rann honum reiðin og hann náði fullu valdi yfir sjálfum sér. Hann varð sannfærður um að hann ætti hér í höggi við óðan mann, og að skjóta sjúkling, — sem hefði fengið æðiskast, fanst honum ósæmi- legt. Hann hörfaði því lengra aftur á bak og sagði í ákveðnum róm: »Eg þekki yður eigi og skil ekki atferli yðar. Látið mig í friði. Eg hefi aldrei gert neitt á hluta yðar, svo eg viti,~ ^Rér skulið fá að þekkja mig,« sagði Mú- lattinn með niðurbældri þrumurödd. »Já, þér skuluð læra að þekkja Melazzo Ouizkoa, og að hann ávalt framfylgir hótunum sínuin,» og líkt og hann væri blindur af bræði og ofsa, óð hann að Rjóðverjanum. Pí heyrðist snögt garg eða smellur. Mú- lattinn nam staðar og hlustaði og aftur heyrð- ist þetta einkennilega hljóð og svo í þriðja skifti en gleggra. Múlattinn tók viðbragð og alt varð í uppnámi inni í húsinu. »Eg verð að fara« sagði Múlattinn, »og við verðum að skilja í þetta sinn, en munvð eftir Melazzo Guizkoa. Pað nafn hefi eg á- formað að festist yður í minni meðan þér lif- ið. Líði yður svo vel, við sjáumst aftur inn- an skamms«. Síðan -tók hann undir sig stökk og hvarf, eins og jörðin hefði gleipt hann. Pjóðverjinn skundaði því næst inn í veit- ingahúsið; þar var engin sála. Síðan fór hann að Ieita að fylgdarmanni sínum og fann hann steinsofandi úti í hesthúsinu hjá klárunum. Ressi svertingi hafði reynst honum mjög gagn- legur, því hann var hundkunnugur þar um slóðir, en nú var vöknuð tortryggni hjá Rjóð- verjanum til hans, og hann einsetti sér að láta harm fara úr þjónustu sinni. Regar doktor Walter kom aftur inn í gesta- stofuna, var hún að fyllast af mönnum, sem nýverið voru stignir af hestum sínum, og ver- ið var að slökkva blysin, er sumir þeirra höfðu borið sem leiðarljós. Mennirnir voru af alt öðru sauðahúsi en þeir, sem höfðu verið þar fyrir lítilli stundu. Hér voru komnir auðugir jarðeignamenn og þrælasalar, og í för með þeim nokkrir menn úr næsta ríki. Flestir voru

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.