Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Page 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Page 25
BÓKMENTIR 23 að mörgu leyti bezt að vígi. Suma þeirra mistum við unga, svo unga, að þeir voru svo að segja rétt byrjaðir — Eggert, Baldvin, Jón- as, Tómas — allir dóu þeir þegar þeir voru að komast í færi með að beita sér — eða flestir. En orðin þeirra lifa enn sem lögeggjan til þjóðarinnar, en hún íyrnist aldrei — hvað mundi þá hafa orðið, ef þeir hefðu orðið eins gamlir eins og Skúli fógeti, Magnús Stephen- sen og Jón Sigurðsson. Og fremur kalla eg það skáldaleik hjá höfundinum heldur en sögu- •egan sannleika, er hann slær því fram á bls. 37 um Eggert Ólafsson, að «hann hafi verið búinn að Ijúka lífsstarfi sínu, er hann andaðist — búinn að vinna sitt ætlunarverk, vera vekjarinn og vorboðinn í iífi þjóðarinnar.® Það er gott að hugga sig við það á eftir, en það er eigi að síður ekki satt. Eggert og Tóm- as og Baldvin voru aðeins byrjaðir — og stór skaði fyrir þjóðina, að þeir hurfu svo snemma. Eg tel víst, að eitthvað svipað hefði verið sagt um Jón Sigurðsson, hefði hann dáið rétt eftir að hann var búinn að gefa út Hugvekju til Islendinga í 8. ári Félagsritanna, og vita allir hvað hann átti eftir að gera eftir það — og óséð, hvað við værum komin langt á leið í frelsismáli voru, ef hans hefði mist við fyrri en eftir 1874. Sama má segja urn orð höf. nm Gísla Magnússon á Hlíðarenda (Vísa-Gísla); þau eru hvorki rétt né sanngjörn. Hann trúði fyllilega á það, sem hann hugsaði og ritaði, og gerði alvarlegar tilraunir með garðrækt og akuryrkju, hefði nokkur fylgt honum í því. En hann var of snemma, til þess að hann gæti orðið land- mu þarfur að sama skapi eins og viljinn var góður og trúin á landið var sterk. En þetta er nú ekki nema smámunir. Bók- in er eins góð fyrir því, þó maður felli sig ekki við fáein orð í henni. Og undarlegt má það verða, ef hún verður ekki lesin með á- huga, og skilur ekki eftir eitthvað það hjá hinni yngri kynslóð, sem gerir hana að betri og meiri mönnum er áður. Hitt er síðara bindið af Minningum feðra vorra eftir Sigurð Þórólfsson, lýðháskólastjóra á Hvítárbakka. Loksins er þó komin út saga íslands á nærfelt 600 bls, eftir ólærðan mann uppí sveit, sem ekki hefir getað haft aðgang nema að sumum heimildum til sögu landsins, og ekki heldur getað notað sér hið langþýð- ingarmesta sögurit, sem enn er til um sögu landsins, kirkjusögu Finns biskups, sem ritað er á latínu og í fárra höndum. Þó að aldrei væri það annað, þá er það annálsverður dugn- aður, setn maðurinn hefir sýnt, að koma þessu verki frá. Heimildir flestar eða allar, sem hann hefir notað, eru að sönnu til í nýrri íslenzkum ritum, en bæði er það, að sum þau rit eru í fárra manna höndum, efnið er víða sótt að, og það er þarna komið á sinn stað. Almenn- ingur hefir því þarna á einum stað flest það, sem þarf að vita, til þess að geta vitað það helzta í sögu þjóðar vorrar. Fyrra bindisins af bók þessari var getið í Kvv. í fyrra, þegar það kom út; þetta síðara bindi nær frá svartadauða 1402 og endar á þjóðhátíðinni og stjórnarskránni. 1874. Það er hinn þungi niðurlægingartími þjóðarinnar, sem hér er lýst, og sva endurvaknjngin eftir miðja 18. öldina, þangað til hún var að fullu kom- in á laggirnar 1874. Rað hefir ekkert saman- hangandi verið ritað um þenna kafla sögunnar, aðeins sundurlausar ritgcrðir, yngri og eldri, og heilir kaflar á milli, sem enn eru ópældir að fullu. En úr þessu hefir höf. moðað svo sem hann hefir getað, og reynt að koma því í söguþráð. Eu engum getur leynzt það, að þessi hlutinn er síður ritaður en hinn fyrri. Samhengið er æði losalegt, enda er við því að búast, þegar heimildirnar eru ekki betri en þetta, og saga landsins á þessum tímum er að mestu þroskalaus — oft og einatt sorgleg hnignunarsaga, og heilir kaflar, sem ekkert er um að hafa nema lítt sögulega annála. Form- ið á Arbókum Espólins gerir það, að viðburð- irnir eru slitnir í sundu frá ári til árs, svo að alt samhengi fer út uni þúfur. Rær eru því aðeins viðburðaheimild, en alt samhengi vant- ar. Og höf. hefir vantað næga sögulega þekk-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.