Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Qupperneq 1

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Qupperneq 1
Ur blöðum Jóns halta. Eftir séra Jónas Jónasson. 2. Jarðarför Jóns halta. Nálægt miðdegisbilinu kom prestsdóttirin inn til mín og færði mér kaffi; gat hún þess um leið, að líkfylgdin væri komin frá Dyn- janda, og mundi innan skanims verða gengið > kirkju. Eg fór því að núa stýrurnar úr aug- unum, því eg var ekki hálfsofinn, eins og nærri má geta, og fór síðan að sötra kaffið. Að því búnu hypjaði eg mig á fætur, þvoði af mér allan svefn og ódugnað í köldu vatni; bjó mig eftir föngum og gekk út síðan. Veðrið var hið sama. Hæg og svöl haf- gola strauk kjassandi og hressandi um kinn- arnar á mér, og sópaði burtu síðasta svefn- rykinu. Svo var mér boðið að ganga til stofu. Þar voru þeir þá fyrir, presturinn, Por- björn á Dynjanda og fimm menn aðrir. Þor- björn var álitlegur maður sýnum, og bar á sér nokkurn fyrirmannakeim, ekki ólíkt því og hann hefði verið hreppstjóri allmörg ár. Það var líka orð og að sönnu. Hinir allir voru óbreyttir bændur, allir heldur fátæklega til fara. Þeir voru allir staðnir upp og presturinn kominn í hempuna; þeir voru að búast til að ganga í kirkju. Eg bað um Ieyfi til að mega fylgjast með í kirkjuna, og var það auðfengið. Inni f kórnum, sunnanmegin altaris, stóð líkkista, einkennilega löguð. Hún var slétt fyr- lr báða gafla, og jafnvið í báða enda, en á höfðagaflinn var negld útsöguð mynd af útrunnu stundaglasi og kross upp af;. að öðruleyti var kistan líkust krossreistu timbur- húsi á gaflinn að sjá, og enginn listi að of- an, heldur aðeins hvöss röðin á bustinni að ofan. Hún var grásvert, og hvergi nokkur listi eða lakkáburður til prýði eða fegurðar. Þorbjörn á Dynjanda var forsöngvari og einn mannanna söng með honum. Þorbjörn spurði prest, hvað ætti að syngja — hvort ekki væri nóg að syngja »Alt eins og blómstr- ið eina;» hann hefði sett það upp, karlinn, að sá sálmur væri sunginn yfir sér lil enda. En hvað þeir vildu syngja meira — þá væri sér sama. Prestur kvaðst reyndar ætla að tala nokkur orð yfir kistunni, en það mætti svo vel skifta sálminum fyrir því. Kom þeim svo saman um það að taka tvö versin framan af sálmin- um, og hafa þau á undan ræðunni. Svo skyldi halda áfram, þegar ræðunni væri lokið, og alt ganga sem vant væri. Fátt manna var í kirkjunni: Þessir sex karlmenn, sem eg sá í stofunni, og tveir aðr- ir, sem sátu frammi í króbekk. Þá gengu þrjár konur í kirkjuna. Það var kona Þorbjarn- ar á Dynjanda og tvær dætur þeirra hjóna. Konan og hin yngri dóttirin settust í insta sæti að norðan fram í framkirkjunni, en hin eldri gekk rakleitt inn í kór og settist á bekk- ;nn að sunnauverðu rétt við höfðagaflinn á kistunni og bændi sig. Það var Helga. Helga var mjög lagleg stúlka og myndar- leg að sjá; húrj ein bar sig svo, sem hún hefði mist einhvers, sem hún unni, og gat ekki fengið sér bætt aftur. A hinum var ekki annað að sjá, en verið væri að hola ofan í jörðina einhverium sveitarómaga, sem allir væru fegnir að losast við. N. Kv. V. 2.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.