Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Blaðsíða 19
HEIMKYNNI KÍNVERJA í LUNDÚNUM
43
svo til, að gat var { miðjan molann. Pá loks
var hann búinn að búa alt undir það að kveikja
í pípunni. Hann hélt svo pípuhausnum yfir
ljósinu og saug að sér, þangað ti! eldur var
kominn í harpeisinn, og hallaði sér síðan aft-
ur á bak í rúmbælið, Hann reykti hægt, dró
hægt og seint að sér reykinn, hélt honum uppi
í sér nokkra stund, hleypti honum svo fram
um nefið og lét síðan aftur augun til þess að
bíða áhrifanna. Regar hann hafði reykt fáeina
i'eyki, var búið úr pípunni.
Aður en opíumsvíman var svo búin að
heltaka manninn, að hann yrði mállaus og
meðvitundarlaus, reyndi eg að ná samtali við
hann; þar á dýnunni hjá honum lá einkenni-
legur hlutur, líkastur í lögun og olíukönnur
bær, er hafðar eru til þess að bera á vélar,
með langri túðu. Eg fór að spyrja hann að,
hvað þetta væri.
«Tóbakspípa,« svaraði hann; eg athugaði
hana vandlega og sagði svo við hann:
«Hvort þykir yður betra, opium eða tó-
bak?«
«Og þetta,* sagði hann og klappaði hend-
inni á opiumpípuna og hló við eins og krakki,
sem veit hann á ekki að gera það, sem hann
er að gera.
Hvað lengi hafið þér reykt opíum?»
»Sjö ár.«
«Verðið þér ekki veikur af því?*
Þessi spurning virtist ganga nokkuð nærri
honum; hann talaði ákaft fyrir því, að hann
hefði í fyrstunni reyndar haft andstygð á því,
og enda orðið ilt af því, — en nú vilji hann
heldur verða veikur og enda deyja, en missa
af því. Eg spurði hann svo, hvernig hefði
staðið á því, að hann vandist á þetta, og hvar.
Hann svaraði: »Vinir mínir kendu mér það
hér í Lundúnum.«
Hann hafði þá ekki lært það á Austur-
löndum, þar sem þessi skaðvænlegi ávani er
svo algengur; heldur hafði hann lært það inni
1 miðri menningunni hjá okkur hérna; hér var
vesling Kínverjunum ekki annað úrkostar, en
leita sér skjóls og hælis í þessum skaðræðis-
króm, þar sem þeir tortýndust bæði til sálar
og líkama.
«En hvað segja nú ættingjar yðar um þetta,
þegar þér komið heim?« sagði eg svo.
«Þeim þykir það leiðinlegt,» svaraði hann.
»Reynið þér nokkurntíma að kenna öðrum
að reykja opíum?«
»Nei,« svaraði hann, »menn horast niður
af því;« og svo smeygði hann erminni upp
handlegginn á sér og sýndi okkur hann : hann
var magur og skininn ; manngarmurinn vissi því
vel, hvað skaðvænt þetta eitur var, en þó var
allur hugur hans á því að halda áfram þessari
nautn, þangað til fullkomin opíumvíma er kom-
in yfir mann, honum finst allur líkamsþungi
vera horfinn og hann líða í loftinu léttur sem
skýhnoðri, en unaðslegar drauminyndir svífa
fyrir huga hans og augum. En eftir því sem
lengra líður og vaninn verður ríkari, þurfa
menn meira af eitri þessu, til þess að komast
í vímu þessa, og var auðséð að maður þessi
þurfti þá orðið allstóran skamt, til þess að ná
fullri værð.
Við yfirgáfum nú aumingja þenna, oggeng-
um inn í innri herbergi hússins og upp á
loftið og héldum þar áfram athugunum okkar.
Hver smuga í þessum húsræfli var vandlega
notuð. Meira að segja voru bæli til að liggja
í sumstaðar í göngunum innanum húsið. í
kompunum voru bælin hvert yfir öðru eins og
í káetu í skipi, svo að 10—16 manns gátu sof-
ið eða reykt opíum í herbergi, sem var 6 álna
langt og 4 álna breitt. Alls munu hafa verið
um 50 bæli í kofa þessum, en ekki sáum við
heima nema eitthvað þriðjung íbúenda. Kom-
umst við skjótt að því, af hverju það kom.
Við höfðum við og við heyrt óhljóð i
fjarska, líkt og gerist þar, sem hættuspil eru
spiluð. Við leituðum herbergið uppi og fór-
um þar inn. Þeir höfðu þar dregið tvö rúm-
stæði fram á gólfið, sett þau samhliða og breitt
dúk yfir. Svo höfðu þeir spilaborðið. í kring-
um borðið voru nokkrir Kínverjar; húktu sum-
ir á fótum sínum, en sumir stóðu. Alls voru
þeir tuttugu og þrír, og svo voru þeir 9oknir
6*