Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Blaðsíða 18
42
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
urstöðu, að hér býr eða heldur til mesti fjöldi
manna úr Austurálfu; sjaldan reyndar nema
tíma og tíma í einu; þeir koma og fara, en
fjöldinn er svo mikill að enskra manna gætir
miklu minna en hinna austurlenzku í þessari
eirðarlausu hringiðu.
Kalkhúss-stífla (Limehouse Damm) kallast
einn hinn ógeðslegasti hluti þessarar borgar-
deildar. Rar eru það einkum Kínverjar, sem
halda þar til lengri eða skemmri tíma, enda er
þar að mörgu leyti einna líkast eins og gerist
heima hjá þeim; og þar er það, sem vér verð-
um að leita að veitingagrenjum þeim, er þeir
leita sér vistar í; þar er það, sem maðurinn
virðist standa lægst eða virðist komast lægst í
þrældómsástandi girnda sinna og ástríðna, enda
þótt honum finnist hann vera þar næst himna-
ríkissælu hér á jörðu.
Einn af embættismönnum þeim, er standa
fyrir enska kristniboðinu í Kína og á meðal
Kínverja, og talar vel tungu þeirra, fór fyrir
nokkrum. árum einskonar ransóknarferð um
þessar stöðvar með öðrum Englendingi til.
Segist honum svo frá ferð sinni:
Það var þegar talsvert farið að rökkva í
borginni, og mesta hávaðanum og skarkalan-
um var dálítið farið að slota, þegar við vor-
um komnir ofan á Kalkhússtífluna; gengum
við þar inn í hús eitt lítið, Ijótt og fornfálegt.
Yíir dyrunum stóð letrað með kínversku letri:
♦ Réttvísi og eindrægni;« við förum svo inn í
þetta musteri dygðarinnar og komum inn í
herbergi eitt injög óhreint. Rar snerum við
inn í herbergi eitt til vinstri handar, er stóð
opið. Lagði þaðan viðbjóðslega lykt af opíums-
svælu. Kompa þessi var svo lág, að við gát-
um tæpast staðið þar uppréttir; auk þess var
hún svo lítil, að það var lítt skiljaniegt að hún
gæti orðið notuð til alls þess, sem hún var
ætluð, því að hún var bæði sölubúð, reykingar-
salurogeldhús. Hillur voru á veggjuuum allt í
kring, og mjótl búðarborð var eftir miðju
góifi; allskonar vörur lágu bæði í hillunumog
á borðinu, bæði ullarábreiður og sjómanna-
skyrtur, hveitikökur, þvottasápa og mislitar
myndabækur, og alt þar á milli, sem nöfnum
tjáir að nefna, í hringum og haugum, en í
horninu á hægri hönd var dálítill ofn, og stóðu
í kringum hann fáeinir svartir pottar og pönn-
ur, og mátti af því sjá, að ofninn var notað-
ur til matgerðar. Nokkrar hálftunnur og tveir
stólar stóðu beggja vegna við borðið. Vinstra
megin stóð borð undir glugganum, en á milli
borðsins og veggjarins var troðið niður lágu
rúmstæði með dýnu í, og flatmöguðu tveir
menn í þessu bæli. Annar þeirra var klæddur
að Norðurálfumanna sið, þykkum brókum og
hásetatreyju af ull; loðna húfu hafði hann á
höfði; hinn var klæddur að kínverskum sið.
Báðir reyktu ópíum.
Pegar við komum inn, var maðurinn í há-
setafötunum að verka upp pípu sína og búa
sig undir að fara að reykja, en hinn ,var þeg-
ar kominn í það deyfðarástand, sem menn
ætla sér að ná í með þessum reykingum. Hann
lá þar lémagna, og varð þess varla vart að hann
andaði, og var auðséð að hinar unaðarsælustu
draummyndir bar fyrir huga hans.
Við heilsuðum Kínverjanum, og tók hann
kveðju okkar vingjarnlega og brosti við ; svo
tyltum við okkur niður á stólana og athuguð-
um vandlega þenna gula mann í sjómannaföt-
unum, og það, sem hann hafðist að.
* Það er talsvert langsamur og leiðinlegur
undirbúningurinn undir það að reykja þetta
skaðvæna eitur.' Dálítill lampi stóð á dýnunni
á milli beggja mannanna, og var yfir honum
svo lítill glerhjálmur með gati upp úr, Mað-
urin tók sér alt liægt; hann dýfði mjóum stál-
prjón ofan í dáhtla flösku, með hálfþykkum
opíumharpeis í; hékk þá dálítið af leðju þess-
ari við prjóninn; síðan hélt hann prjóninum
yfir lampanum, þangað til leðjan dróst saman
í ofurlítið ber, sem mátti hnoða á milii fing-
rana. Ressu hélt hann áfram, • dýfði prjóninum
niður í flöskuna, yljaði hann svo yfir lampan-
um, þangað til hann var búinn að fá nógu
stóraii köggul á prjóninn að hann nægði. Síð-
an tók hann mola þenna, og stakk honum of-
an í ofboðslítið pípuhöfuð, og lagaði hann