Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Síða 6
30
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
ráðalaus að svara fyrir sig, bæði þessu og
öðru, sein hefir heyrzt í dag, hefði hann virt
það þess. En að efast um að hann hafi orðið
sáluhólpinn fyrir trúarvillu, gef eg hverjum
eftir, sem vill hafa það svo. Honum er það
ekki of gott.«
Helga var staðin upp — henni var þungt.
En hvað mér þótti vænt um hana, að hún
þorði ein að taka svari hans — ein á móti
öllum. Mig blóðlangaði til að rjúka að henni
og kyssa hana fyrir svarið.
«Eg meinti það nú engan veginn,« sagði
prestur og mýkti málin, «hann var víst trúað-
ur á sinn hátt og kom víst eins oft til kirkju
og hægt var að lofa honum og Ijá honum
hest; en honum þótti aldrei neitt varið í ræð-
ur hjá mér, og sagði enda þær væri fullar
með hugsunarvillur,« og prestur glotti við;
«en það var víst margt gott við hann, karl-
greyið, fyrir það.«
»Við skulum nú sleppa þessu tali,» svar-
aði Helga þurrum róm, »en það var eilt, sem
eg ætlaði að spyrja yður að, hvað þér eigið
fyrir fyrirhöfn yðar í dag?«
«Rað er nú víst ekki mikið — líksöngs-
eyririnn 6 álnir, það er eitthvað um þrjár
krónur núna; eg var ekki beðinn um ræðu-
stúfinn, svo eg get ekki heimtað neitt fyrir
hann; eg gerði hana svona, af því að eg kann
aldrei við að fleygja líki svona alveg þegjandi
ofan í gröfina.»
Helga tók blað lítið upp úr peningabuddu
sinni og fjóra tveggja krónu peninga og fékk
presti og sagði um leið: “Retta bað hann
mig að fá y ðu r,«
Prestur tók við hvorutveggja með þökkum,
stakk peningunum í vasa sinn, en fletti sundur
miðanum og leit á; á miðanum stóðu þessi
orð með fastri, góðri gamaldagshendi:
»Fyrir útför mína skal greiða prestinum
8 kr. í peningum, hvort sem hann heldur
nokkra ræðu eða ekki.
Jón Björnsson halti.«
Svo stóð hann upp, þakkaði Helgu skilin
með handabandi og settist niður aftur.
Síðan fór Helga út úr stofunni. Eg fór út
stuttu á eftir henni, og varð þess þá var að
hún var að borga líkmönnum og grafarmönn-
um, sem reyndar voru þeir sömu, og fylgdi
þeirri greiðslu miði svipaður þeim, er til prests-
ins kom.
Pegar hún hafði lokið þessum önnum, fór
eg að reyna til að ná tali af henni, en það
ætlaði ekki að ganga svo greitt; það voru
hinir og aðrir að tala við hana, og eg var
orðinn henni svo ókunnugur, að eg gat ekki
troðið mér fram fyrir aðra. Pó réð eg það af
á endanum að kæra mig kollóttan, notaði
tækifærið, þegar hún var ein, gekk til hennar
og bað hana að lofa mér að tala við hana
fáein orð einslega.
Hún tók því vel; við gengum suður hlað-
ið og þaðan inn í kirkjugarðinn. Eg afsak-
aði áleitni mína og framhleypni, en þess þurfti
eigi með; hún tók því öllu vel. Eg sagði
henni þá í sem fæstum orðum, að eg væri á-
kaflega forvitinn eftir að fá eitthvað meira að
vita um Jón en eg hefði fengið enn að vita.
Eg væri hræddur um eða rendi grun í það,
að dómur manna um hann, álit á honum og
umtai um hann væri á einhverjum misskilningi
bygt — hann hlyti að hafa verið eitthvað öðru-
vísi en orð hefði verið á gert. Kvaðst eg nú
helzt leita til hennar með það að fá einhverjar
skýringar á þessu.
Hún svaraði litlu. Pað var eins og hún
væri á tveim áttum með það, hvað hún ætti
að gera. Hún leit upp, og horfði á mig svo
fast, eins og hún ætlaði að horfa og sjá mig
inn í instu fellingar hugarfars og anda, horfa
inn í hinar dýpstu rætur hjartar.s; eg mátti
taka á öllu, sem eg átti til, til að standast
það og láta ekki undan. En hún sá ekki ann-
að en hreinskilni og alvöru, Mér var líka full
alvara; það var engin hversdagsforvitni, þetta;
hún blíðkaðist og mýktist á svipinn og brosti
lítið eitt við.
»Eg þekki yður svo lítið, en af því litla,
sem eg kyntist yður um árið fyrir sunnan, ræð
eg að þér séuð enginn flysjungur, og séuð....«