Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Qupperneq 9

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Qupperneq 9
FORLAGAGLETNI. 33 íanakynblendingur, sem virtist hafa haft forustu fyrir aðförinni að Rjóðverjanum, gekk fram. »Þetta er njósnarinn,« mæiti hann, »sem snuðrar í kringum verustað okkar, og er eng- anveginn trúandi. Við hittum hann í kvöld, þegar hann var að raða niður töfragrösunr sín- um. Látið hann fá verðskuldaða hegningu.* Múlattinn hneigði sig og augu hans hvíldu stöðugt á fanganum. »Já, það er hann,« sagði hann með ánægju- legum róm, »það er hann, sem ætlaði að framselja ekki aðeins mig, heldur og ykkur alla samar., í snörur hvítu varganna. Hvað á að gera við hann?« Blökkumennirnir stóðu undrandi umhverfis höfðingja sinn; fæstir þeirra höfðu heyrt talað um þenna hættulega mann. Svo heyrðist muld- ur mann frá manni, sem gaf í skyn, að sjálf- sagt væri að hengja þrjótinn þar á trjágrein- ununi, eins og alla ‘óvini þeirra, sem þeir gætu handsamað, Múlattinn hneigði sig aftur, það brá fyrir fyrirlitningarglotti á koparlitaða andlitinu hans. Svo sagði hann hátt og skýrt: »Gott og vel, hann verðskuldar dauðann. En við verðum að taka tillit til kringumstæð- anna. Norðurríkjunum, verndurum sverting- janna, höfum vér heitið fylgi voru, og Grant hershöfðingi, borgar höfðinglega hverjar þær fréttir, er vér getum fært horium frá óvinunum. Þessi maður kann að vita ýmislegt sem er á- ríðandi fyrir hershöfðingann að komast að, og því verður að hafa upp úr honum alt, sem hann veit og okkur má að gagni koma. Af- hendið mér hann, því eg mun hafa lag á að fá hann til að segja alt, sem hann veit.» Sumir virtust ífyrstu ekki allskostar ánægð- ir með að fresta líflátinu, en eftir litla stund var það samþykt í einu hljóði, enda var auð- séð, að Múlattinn hafði eigi búist við öðru, Því hann skipaði nokkrum svertingjum að fara með bandingjann á öruggan stað. Við hina sagði hann, að tími væri koninn til að setjast að kvöldverði. Kvaðst hann hafa látið opna tunnu af rommi handa þeim og vonaði að fólkið hresti sig á því. Fólkið fagnaði þessum tíðindum. Tveir svertingjar tóku Pjó'ðverjann aftur á axlir sér og báru hann inn í lítið bjálkahús þar í nánd og lokuðu hann þar inni og sneru svo aftur til félaga sinna. Rarna í einverunni hafði Rjóðverjinn gott næði til þess að hugsa um hagi sína, þótt hann væri illa staddur og böndin særðu hann. Hann ímyndaði sér, að Múlattinn mundi eigi ætla að láta lífláta sig. En ef til vill bindi hann lífgjöfina því skilyrði, sem hann hafði áður heyrt, og ekki gátu verið annað en grillur brjálaðs manns, og honum fanst þetta skilyrði enn geigvænlegra en dauðinn. En dauðinn erfáum velkominn, og fáir menn taka með gleði móti honum. Og það var margt, sem batt þenna unga mann við lífið með sterkum böndum. Hann var að verða frægur fyrir lærdóm sinn og bundinn við mikla vísindalega starfsemi. Hann átti og friðsælt heimili, og þarna í hörmungum sínum fann hann bezt, hve mjög hann var fjötraður við það, þótt það .væri fremur fátækt, og hann hefði orðið að búa við þröngan kost á lærdómsár- unum. Hann mintist móður sinnar og bréfs- ins, sem hann var nýbúinn að fá frá henni. og fór að hugsa um, hvort það mundi verða síðasta bréfið, sem hann fengi að lesa. Ofan á þessar döpru hugsanir bættust hin- ar líkamlegu þjáningar, sem voru að verða ó- bærilegar. Hann kvaldist af þorsta, og hefði þá gefið aleigu sína fyrir svaladrykk. Innan lítillar stundar var hurðinni lokið upp, og Múlattinn kom inn í bjálkahúsið og fylgdi honum svertingi með blys í hendi. Hann reisti Rjóðverjann upp, setti hann á trjábút og tók ginkeflið út úr honum. Múlattinn horfði á þetta þegjandi. Síðan settist hann á trédrumb gagn- vart f3nganum, tók upp skrautlegt vindlaveski, tók úr því tóbaksvindling og kveikti i hon- um og reykti hann í mestu makindum. Regar hann hafði lokið við hann, sagði hann við fangann: 5

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.