Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Page 11

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Page 11
FORLAGAGLENI 35 láta þetta morð óhegnt, verði það framið á friðsömum ferðamanni, sem er að fást við vís- itidaiega starfsemi.« «Hvað kemur mér það við?« sagði Melazzó með fyrirlitningu. «Hvað svo sem getur stjcrn- in gert mér hér í þessum skógauðnum? Regar Ijónið læturtil sín *lieyra, verður tígrisdýrið að þegja, og þar sem Melazzó stjórnar, kemst engin önnur stjórn að.« »Hugsið þér yður ávalt að lifa sem útlagi í þessum skógum.« »Hvað sem um það er, verður ntér aldrei gefin sök á lífláti yðar. Eg hefi ekki áformað að vinna á yður, en það gera þessir menn; sem hér eru og skoða yður sem njósnara Suð- urríkjanna. Eg get ekki verndað yður né kom- ið yður undan, nerna því aðeins að þér lutið vilja mínum. Eg ber engan óvildarhug til yðar og stendur á sama, hvort þér hjarið eða gert verður út af við yður. Það eru nógu margir aðrir; sem fá að kenna á grimd minni og hefndarhug, og með þessu, sem eg krefst að þér gerið fyrir mig, hefi eg eigi einu sinni á- formað að gera yður ógæfusaman. Rví eg veit, þó þér hlýðið mér, þá verður það yður aldrei nema til hamingju. «Eg skal segja yður helztu atriðin úr æfi- sögu minni, og þá munið þér skilja hvatir þær, sem eg hefi til þess að þröngva yður til ráða- hags við vissa konu. '»Eg er sonur velmetins herratnanns af hvíta kynþættinum, en móðir mín var ein af hans svörtu ambáttum, Faðir minn var mér góður og þótti honum vænt um mig, en bróðir hans fyrirleit mig og var mér mjög óvinveittur, og var eg oft lítilsvirtur og barinn á uppvaxt- arárunum af hans völdum. En fullkominn fjand- skap sýndi hann ntér og móður minni fyrst eftir dauða föður míns; seldi hann þá móður ntína til Bandaríkjanna og reif sundur leysingja- bréf það, sem faðir minn hafði gefið okkur báðunt. Föðurbróðir ntinn var fjárhaldsmaður bróður míns, sem tók allan arf eftir föður okkar, °g þessi litli bróðir, sem líktist í öllu föður- bróðurnum, kom líka frarn gagnvart mér eins og réttlausum þræl. En svo vildi svo til einu sinni meðan föðurbróðir minn var á skemtiferð í Evrópu, að snögt varð um litla bróður. Hann hafði barið mig með svipu, en eg brá snöru um háls honum, sem gerði út af við hann á svipstundu. «Síðan hefi eg farið huldu höfði og hafst við í skógaróbygðum meðal undirokaðrar al- þýðu; beið eg lengi eftir föðurbróður mínum til þess að gera upp við hann reikninginn. »þegar ófriðurinn brauzt út, kom hann loks hingað vestur aftur, og fór þegar að reyna að fá mig handsamaðan.« Múlattinn þagnaði og hló hásan kuldahlát- ur og greip um ennið. Svo hélt hann áfram frásögninni: «Fyrir tveim mánuðum drap. eg hann og alt hans skyldulið, nema eina stúlku, stúlkuna, sem þér eigið að gitast, og þá nótt ornaði eg mér við eldinn af hinu brennandi húsi hans. Þessa stúlku, setn eg gaf Iíf, fundu menn mín- ir niðri í kjallaranum, var hún þá í öngviti í fanginu á Múlattakonu. Mér leizt vel á stúlkuna og eg gaf henni líf; hún náði þegar einhverju valdi yfir mér, því miðttr. Mér datt í hug að taka mér hana fyrir konu, en við það var ekki komandi, en eigi að síður hefi eg eigi fullan styrk gagnvart henni, og eg fæ mig ekki til að sálga henni; því verður hún að fara austur yfir hafið og setjast að í Evrópu. I þess- ari heimsálfu fær hún ekki að vera. Rér eruð eini maðurinn hér um slóðir, sem getur flutt hana austur, og þér verðið að giftast henni, þá fer hún ekki hingað vestur til hefnda. sRetta þrælastríð er úti þegar minst varir, og þá kemst alt réttarfar í fastari skorður, og þá má enginn vera hér, sem vitnar gegn mér út af morðbrennunni hjá föðurbróður mínum.« »Gott og vel, eg skal taka stúlkuna af yð- ur með mér til Evrópu og koma henni þar fyrir hjá góðu fólki, þar til hún giftist eðar get- ur séð fyrir sér sjálf. >• Múlattinn hristi höfuðið. «Nei, eg verð að hafa trygging fyrir, að ungmey þessi verði mér aldrei til armæðu, baki mér eigi fleiri sorgir S*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.