Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Síða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Síða 12
36 NÝJAR KVÖLDVÖKUR en hún þegar hefir gert. Eg hefi enga trygg- ingu fyrir að hún eiri fyrir austan og komi eigi hingað aftur um hæl, en ef að þér giftist henni, er hún bundin og sama sem dauð fyrir mig, því hún hleypur eigi frá manni sínuni, og eg hefi mínar hugmyndir um, að henni muni þykja vænt um yður, er fram líða stund- ir, og eigi mun yður fýsa hingað vestur aftur, það veit eg. Akveðið yður því í snatri, stúlk- an verður að fara. Hún fylgir yður þá inn í eilífðina, ef eigi er annars kostur. Hugsið um, að það er eigi aðeins yðar líf, heldur og henn- ar, sem þér eigið að frelsa. Rjóðverjinn vissi ekki lengur hvað hann átti að segja, og ráðþrota hrópaði hann upp yfir sig: »Sjáið þér eigi, að það er voðalegt að gift- ast á þenna hátt?» «Svo þér viljið heldur verða hengdur, eða ef til vill viljið þér heldur að eg fái yður í hendur mönnum mínum; það eru índianar meðal þeirra og þeir kunna tökin á að lífláta mann á þann hátt, að þeir hafi sem mesta á- nægju af því.« »Nei, nei,« hrópaði doktorinn því nær ör- vita af tilhugsuninni um það, ef Indíanarnir yrðu látnir kvelja úr sér lífið. »Svo þér samþykkið þá giftinguna?« Flestum verður það að grípa til hverskon- ar örþrifaráða, séu eigi önnur fyrir hettdi, til þess að forða lífi sínu, þegar hvalafullur dauði steðjar að, og svo fór fyrir þe|sum unga vís- indamanni, sem þó fyrir stundarkorni hafði verið einráðinn í að láta heldur lífið, en ganga að þessum viðbjóðslega ráðahag. En þegar að herti, bilaði þrekið, og hann fór að hugsa um, að mögulegt kynni að verða fyrir sig að losast við þessa kvensnift von bráðar, þótt hann yrði nú neyddur til að giftast henni, Hann hafði engarsiðferðisskyldur gagnvart henni þegar stofnað væri til hjónabandsins á þenna ofbeldishátt. Svo fór hann að votia, að eitt- hvað kynni að koma fyrir á síðustu stundu, sem kynni að hindra það, að hjónabandið kætn- Ist á. Hann fór og að finna til þess, að það mundi vera skykla sín við móður sína og vini og heimili að varðveita líf sitt, ef auðið væri. Hann reyndi þó enti að malda í móinn og sagði: »Hvernig get eg gift mig, skilríkjalaus maður!« »Eg hefir leiðarbréf yðar, og það nægir, þegar samþykki yðar er fengið.« »En lögin munu eigi viðurkenna slíka ólög- lega giftingu hér úti á víðavangi,« »VígsIan fer fram eftir lögum Bandaríkjanna og gildir um allan heim.« »En prestlaus vígsla er eigi gild.» »PrestIausir erum við ekki hérna, og sé alt löglegt, er engu að kvíða, og það ntun eg sjá um. Hjónabandið verður í alla staði lög- um samkvæmt, svo hvorki lögfræðingar né prestar munu geta vefengt það.« Allar varnir Pjóðverjans voru nú þrotnar, og hann gafst upp og lét Múlattann ráða. Böndin voru nú umsvifalaust skorin af honum og svertingjarirr reistu hann á fætur. Hann var leiddur af stað, og foringinn rak á eftir og sagði að engum tíma mætti eyða, því að njósn- aralið væri á hælum þeirra, svo eigi nmndi þar lengi verða vært. Hann leiddi Walter heim að tjaldbúð einni, þótt hann héldi áfram að nialda í móinn og segði: «En stúlkan þekkir mig ekki, hvernig farið þér að, ef hún þverneitar að giftast mér og lætur eigi kúga sig?« Hún þekkir yður og hún vill yður, það hefir hún sagt ntér í dag. Hún sagðist vera fús til þess að giftast yður, ef það losaði sig við að vera í návist minni, sem hún hataði svo mjög. Og fljótt nú, annars verðum við of seinir.x Úti fyrir tjaldbúðinni var dimt; aðeins lítið svæði var lélega upplýst með daufum beyki- blysum og stóðu þar í kring nokkrir hrika- legir og illúðugir Múlattar, efalaust nánustu vinir og fylgistnenn Melazzó. Meðal þeirra voru tveir hvítir menn, báðir með bundnar hendur, auð- sjáanlega óttaslegnir og illa haldnir. Annar

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.