Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Síða 13
FORLAGAGLETNI
37
var í síðhempu og krúnurakaður og leit út
sem kaþólskur prestur, en hinn gat dr. Walter
sér til að væri friðdómari. Hann héit á sam-
anbrotnu skjali.
Við komu dr. Walters voru hendur þess-
ara manna Ieystar. í þeim svifum komu tveir
svertingjar inn á sviðið og báru milh sín nokk-
urskonar burðarstól. A stólnum virtist miklu-
fremur vera fatahrúga en lifandi vera. í fylgd
með þessum burðarmönnum var grátandi Múl-
attakona. Walter þóttist þegar vita, að það
væri brúðurin, sem borinn var þar á stólnum.
Stórt, marglitt negrasjal var vafið um hana og
huldi algerlega höfuð hennar. Ha ín heyrði,
að mú'attakonan var að hvísla að henni á
góðri spönsku ýms blíðuorð: »Elsku barnið
mitt, ástin mín,« o. s. frv. var hún að tauta
við hana. Doktorinn kendi í brjósti um þessa
aurningja stúlku, sem líklega mundi vera jafn-
nauðugt að giftast og sér.
En það var engin miskun hjá Melazzó.
Hann þreif skjalið af hvíta manninum, fletti
því sundur og fékk svo friðdómaranum það
aftur og skipaði honum að lesa það. Petta var
hjúskaparskuldbindingin. Meðan verið var að
lesa hana, heyrðist skot í fjarlægð.
Allir litu í áttina, sem skotið kom úr, og
F’jóðverjinn fyltist bæði vonar og ótta. Var
þetta Grant eða Davis? og hann fór að hugsa
um, hvert þetta væri vinir Múlattans, en Me.
lazzó hreif hann brátt út úr þessu hugargrufli.
Harin lagði hjúskaparskuldbindinguna á stóran
kassa, sem gilti þar fyrir altari, þreif til marg-
hleypu sinnar, miðaði henni á Rjóðverjann og
sagði með þrumandi röddu:
«Skrifið tafarlaust undir.«
Retta hreif; hann hvarf frá öllum mótþróa
og skrifaði undir.
Síðan var brúðinni fenginn penninn, en
hann féll fil jarðar úr skiálfandi hendi
hennar. En Melazzó varð ekki ráðþrota, hann
greip pennann, lagði hann milli fingra brúðar-
innar, tók svo utanum hönd hennar og hafði
vald á henni og lét hana skrifa undir. Síðan
skrifaði hann sjálfur nafn sitt og hvítu menn-
irnir, sem áður er getið, sem vitni. Rá voru
brúðhjónin látin skifta hringum, og svara ját-
andi spurningunum, að þau viðurkendu hvort
annað sem ektamaka, Alt var þetta knúð fram
með harðneskju og umsvifalaust.
Jafnskjótt og hjónabandsathöfninni var lok-
ið, voru söðlaðir hestar leiddir fram. Melazzó
stökk þegar á bak einum þeirra og lét rétta
sér brúðina. Doktornum og Múllattakonunni
var Iyft á bak sínum hestinum hverju. Sumir
af mönnum Melazzó voru um leið komnir á
bak hestum sínum, og tafarlaust þeysti sveitin
af stað, og var teymt undir doktornum.
Hestarnir voru óþreyttir og fjörugir, og var
farið geyst ýfir, stundum fram með skógar-
beltum, stundum eftir þröngum skógarstígum,
stundum eftir eða yfir þjóðvegi, fram hjá
bændabýlum eða reisulegum höfðingjasetrum,
eitt sinn fram hjá stóru sveitaþorpi og síð-
ast yfir lága heiði. Melassó réð ferðinni og
reið ali hvað aftók, og undraðist Rjóðverjinn
úthald hestanna.
Loks virtist takmarkinu náð; það var kom-
ið ofan að sjó eða stóru vatni. Bátur flaut þar
fyrir landi. Nokkrir menn sátu í bátnum og
virtist svo, sem þeir hefðu beðið. Hraustar
hendur lyftu Walter úr söðlinum og báru hann
fram í bátinn. Brúðin var og borin fram í
hann og Múlattakonan. Melazzó og nokkrir af
mönnum hans tóku sér og sæti í bátnum. F*á
var róið af stað, róið knálega, Iengra og
lengra fram • með ströndinni. í birtingu
um morguninn var bátnum róið inn í vog einn og
lá þar stórt hafskip fyrir akkerum.
Tveir menn stóðu við öldustokkinn og Iétu
stiga síga niður, þegar bátinn bar að. Melazzó
skipaði Walter að fara fyrst upp, en hann var
svo þrekaður, að það þurfti að hjálpa honum.
Múlattinn bar svo brúðina upp og Múlatta-
konan fylgdi þeim eftir.
»Pér komið seint.« sagði maður í skip-
herrabúningi, sem stóð á þilfarinu, um leið og
hann vék sér að Melazzó.
«Betra seint en a!drei,« svarað i Múlattinn