Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Qupperneq 14
38
NÝJA RKVÖLDVÖKUR
og liann bar brúðina tafarlaust ofan í skip-
ið og fylgdi Múlattakonan honum eftir.
Skipherrann og aðrir skipverjar fóru þegar
að gera ráðstafanir til að létta akkerum, og dr.
Walter stóð úrvinda og sinnulaus einn síns liðs
út við öldustokkinn við skipstigann. Hann
hrökk við um leið og einhver lagði höndina
þungt á herðar honum. Hann leit upp og
stóð þá Múlattinn við hlið honum og mælti
með hæðnisglotti:
«Eg óska yður til hamingju í hjónaband-
inu og á ferðinni,« og um leið fékk hann hon-
um bréftösku og mælti: »Hér hafið þið nokk-
urn hluta af arfi hennar, en mikið af honurn
ætla eg að ávaxta íyrst um sinn hér vestra.«
Að svo mæltu snaraðist hann ofan í bátinn og
bauð mönnum sínum að róa til lands.
í þeim svifum kom káetuþjónn og bað
doktorinn að koma niður með sér, svo hann
gæti vísað honum á herbergi hans. Walter
fylgdi honum eftir og var sem í leiðslu. Jafn-
skjótt og hann kom inn í herbergið, lokaði
hann að sér og fleygði sér í öllum fötunum
upp í'rúmið. Hann féll fljótlega ífastan svefn,
enda hafði hann þá vakað fullan sólarhring
og var þreyttur og lamaður bæði á sál og
líkania.
Hann svaf vært fram undir miðjan dag, þá
vaknaði hann ogfann hressandi sjóloftið streyma
inn um hinn litla kringlótta káetuglugga, semstóð
opinn, og hann fann til þeirrar hressingar, er
svefninn hafði veitt honum.
Alt í einu mundi hann eftir ósköpunum,
sem yfir höfðu dunið nóttina fyrir. Hann opn-
aði augun kvíðafullur og horfði í kringum sig.
Rað fyrsta, sem honum kom til hugar, var,
hvort hann mundi vera kominn inn í einhvern
æfintýraheim, svo skrautlegt og íburðarmikið
fanst honum alt vera í kringum sig. Herberg-
ið var útbúið -með öllum upphugsanlegum
þægindum og skarti, sem ætla mætti að stór
höfðingi eða miljónamæringur mundi óska sér,
og hann fór að hugsa um, hvað þessi skraut-
legi og þægilegi aðbúnaður væri ólíkur þeim,
er hann hafði haft viðað búa síðustu mánuðina.
Þegar hann var að hugsa um þetta, var
klappað hægt á hurðina og kurteis káetuþjónn
spurði, hvort herra Walter kysi heldur að fá
miðdegismatinn þangað inn, eða þá að hann
vildi koma og borða í salnum.
Doktorinn kvaðst mundi borða í salnum.
Hann varð nú að fara á fætur, þótt hann
hefði heldur kosið að liggja lengur í þessari
mjúku sæng, því að honum fanst hann aldrei
hafa hvílst jafnvel, síðan hann var barn.
Hann reif sig þó á fætur og rendi ennaug-
unum einu sinni yfir hið skrautlega herbergi. Rá
kom hann auga á nokkuð, sem dró að sér
alla athygli hans. Gamla, slitna ferðataskan
hans var þar í einu horninu, en í henni hafði
hann geymt alt jurtasafn sitt. Hann hafði búizt
við að þessi taska hefði orðið eftir, þegar hann
var tekinn til fanga, og var það honum óbæt-
anlegur skaði, ef hann hefði mist hana. Task-
an stóð þarna ofan á tveim ferðaskrínum, sem
hann gaf engan gaum. F*að gladdi hann ekki
lítið að sjá jurtatöskuna. Rar var Iíka jurta-
geymirinn,_sem hann var vanur að bera á
bakinu daglega, dagbókin hans og í einu knippi
jurtirnar, sem hann var hrifinn frá daginn áð-
ur, þegar hann var tekinn fastur. Rað var hon-
um mikil gleði að sjá þessar dýrmætu eignir
sínar, og hann tautaði fyrir munni sér: »Ó,
Melazzó.»
Svo fór hann að athuga ferðaskrínurnar og
þekti þegar, að þetta voru sömu skrínurnar og
hann hafði beðið prússneska konsúlinn í X
að geyma. Rótti honum vænt um að fá fþær,
þar sem hann var kominn á ferð í skrautlegu
skipi, því í ferðakistum sínum hafði hann geymt
beztu föt sín og hálslín, sem hann hafði ekki
viljað flytja með sér inn í skógaauðnirnar.
Að síðustu kom hann auga á bréfaveskið,
sem Melazzó hafði fengið honum að skilnaði.
Hann hafði fleygt því frá sér á stól í her-
berginu. og það var mikil heppni fýrir hann,
að hann hafði eigi tapað því á leiðinni til her-
bergis síns, jafnmikið og hann var utan við
sig, þegar hann fór niður. Nú opnaði hann
veskið og sá að það var fult af bankaseðlum,