Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Page 15
FORLAGAGLETNI
39
sem höfðu mikið verðmæti. Rar var og miði
frá Melazzó, og hafði hann ritað á hann, að
það væru veztir af eignum konu hans.
Nú fyrst rifjaðist upp fyrir honum að jafn-
hliða þessari auðlegð og þægindum væri hann
lögformlega og óafturkallanlega giftur.
«Þessi Melazzó, þessi slægi og ofbeldisfulli
þorpari,« tautaði hann.
Rað hafði eigi verið nein nauðungarlýgi,
þegar doktor Walter hafði fullvissað Múlattann
um hina miklu óbeit sína á því að gifta sig.
f’essi ungi náttúrufræðingur hafði fram að þessu
aldrei hugsað um önnur blóm, en þau, sem
þrifizt gátu og hann hlynti að í jurtagarði.
Konan fanst honum eigi annað en misheppn-
uð tilraun sköpunarverksins. Eftir hans skoðun
hefði verið langtum gagnlegra að mennirnir,
sem ein;sngis hefðu átt að vera karlar, hefðu
myndazt og vaxið upp eins og eplin á trján-
um, helzt með bók milli handanna. Hann gat
eigi skilið að vitrir menn, sem gátu varið lífi
sínu til þess að fást við ýms mikilsverð við-
fangsefni, skyldu vilja eyðileggja líf sitt með
Umhyggju fyrir jafn tilgangslausri veru og kven-
maðurinn væri, sem aldrei hugsaði um annað
en smámuni og hégóma. Og nú höfðu for-
lögin lagt á hanu þennan kross. Hann var
bundinn böndum hjúskaparins, hann, sem aldrei
hafði haft, og aldrei mundi hafa aðra unn-
ustu en grasafræðina.
Og hver var svo þessi kona, sem hann möti
vilja sínum var bundinn við? Og nú fyrst fór
hann að hugsa um, hvernig hún mundi líta út,
og að hann enn hefði eigi séð hana. Stóra
sjalið hafði hulið andlit hennar, þegar þau
voru gefin satnan, og frá því hafði hann eigi
átt kost á að sjá hana. Melazzó hafði sagt, að
hún væri í ætt við sig, og þá var ekkert lík-
Kgra, en að hún væri dóttir hinnar fyrirlitlegu
Múlattakonu, sem stöðugt fylgdi hetini, og ef
W vill var hún enn ófn'ðari og svartari en
móðir hennar, sem eigi var ófríð.
I huga sínum útmálaði hann stöðugt kring-
umstæður sínar meir og meir hræðilegar og
niðurlægjandi, svo hann dirfist naumast að yf-
irgefa herbergi sitt, fanst hann mega skamm-
ast sín fyrir öllum mönnum. En svo fór hann
að hugsa sig um, að hlægilegt væri þó að loka
sig inni og forðast alla menn, því það gæti
hann þó aldrei til lengdar, og naumast meðan
á sjóferðinni stæði.
Hann þvoði sér því í skyndi og lagaði
föt sín og hár, og bjóst til að ganga til mið-
dagsverðar. Þegar hann opnaði hurðina, bjóst
hann við að sjá Múlattakoiuma standa þar á
hleri og vilja ná tali af sér fyrir konuna. En
þessi getgáta hans rættist eigi, og hann sá
ekkert til þeirrar dökkleitu, hvorki í gangin-
um né í borðsalnum.
Salurinn var mjög skrautlegur og nokkrir
herramenn og frúr sátu þar til borðs. Fólk
þetta var alt af hvíta kynþættinum.
Allir horfðu á Fjóðverjann alvörugefnir,
þegar hann kom inn, og hann fór að hugsa
um, hvort þetta fólk mundi vita um ógæfu þá,
sem hann hafði ratað í.
Skipherrann skýrði honum frá því í fám
orðum, að farþegjarnir hefðu hluttekning í
þeirri mæðu hans, að frú Walter væri hættu-
lega veik. Og nokkrar eldri konur fóru að
spyrja þennan unga, fríða, en fölleita eigin-
mann, hvernig konunni hans liði, hvort hún
væri ekkert betri.
í feimni sinni og vandræðum stamaði dokt-
or Walter fram nokkrum illa viðeigandi afsök-
unarorðum, sem báru vitni uin undrun hans,
og að hann visst ekkert í sitt höfuð uin veik-
indi konunnar. I því bili var honum borinn
maturinn og hann fór umsvifalaust að borða,
til þess að komast undan hinum forvitnislegu
spurningum frúnna, því hanu vissi eigi hverju
hann skyldi svara þeim, og hann át í gríð og ergi;
hann hafði eigi lengi bragðað mat, og áreynsl-
an daginn fyrir og ferðalagið um nóttira hafði
gert hann innantóman og aukið matarlyst
hans. En þegar borðgestirnir sáu, hvernig þessi
tilfinningarlausi ektamaki ruddi hvern diskinn
á fætur öðrum, þótt honum hlyti að vera
kunnugt um, að kona hans væri dauðvona í
rúminu, gekk þetta siðleysi og kæruleysi fram-