Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Síða 16
40
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
af þeim, og gamall, gráhærður Ameríkumaður
hristi höfuðið yfir þessu, en fyrirlitningarsvip-
urinn var auðsær í andliti frúnna, og þær
þokuðu sér lengra frá þessu átvagli og vildu
ekkert við manninn tala.
Doktorinn gaf þessu engan gaum; hann át
það sem hann lysti, eins og ekkert væri um
að vera, og skundaði að því búnu upp á þil-
jur, til þess að reynaað jafna geðsmuni sína
undir berum himni.
Veðrið var fagurt. Hið suðræna, heilnæma
og þægilega sjóloft lék um þiljurnar. Haf og
himin brosti við í fögru litaskrúði, sem í öðr-
um kringumstæðum efalaust hefðu haft mikil
áhrif á vísindamanninn.
En fegurð og mildi náttúrunnar gaf hann
að þessu sinni engan gaum. Hann mundi nú
eftir, að áður en hann sofnaði um tnorguninn,
hafði hann heyrt þungt kjökur eða sára eymda-
stunu í næsta herbergi við sig. Og hann þótt-
ist viss um að þetta hefði verið í herbergi
konu sinnar. Hinn undarlegi og alvarlegi svip-
ur skipherrans eftir að hann hafði minst á
veikindi hennar, og óbeivin sem hann hafði
‘orðið var við að frúnnar í borðsalnutn höfðu
á sér, alt þetta píndi hann, og honum fanst
hann vera í sama ástandi, eins og hann væri
glæpamaður. Var það eigi skylda hans að fara
þegar ofan til konunnar, annast hanaog hjúkra
henni sem læknir. Hann sem hafði lesið lækn-
isfræði, jú, það fanst honum, og hann lagði
af stað, að vísu í hægðum sínum, ofan í far-
rýmið og stefndi til herbergisins við hliðina á
sínu.
Hann klappaði hægt á dyrnar, og hurðin
var opnuð, en eigi meira en það, að ofurlítil
rifa var inn í herbergið, og í þessa rifu kom
fram kottuhöfuð með mislitan skýluklút. En
undir skýlunni tindruðu augun dökk og kinn-
arnar mjúklegar og fagurbrúnar. En augun voru
jafnframt rauð af gráti og drættirnir um munn-
inn báru vitni um bitra sorg.
Retta var eldri Múlaítakonan; hún var mjög
vel búin, í svörtum silkikjól með skrautlegt
orklæði úr smágjörvu líni.
En jafnskjótt og hún sá doktorinn og hafði
áttað sig á því hver hann var, brá alvarlegum
óttasvip fyrir í andliti hennar, og hún varð að
styðja sig við, svo hún hnígi ekki niður. Hún
bað hann svo með bendingum og sorgblöndnu
augnaráði að fara, og hann gat eigi annað en
gegnt svo ákveðinni frávísun; þegar hann hafði
snúið við var hurðinni lokað og hann heyrði,
að slá var hleypt fyrir hana að innan.
Doktornum fanst nú hann hafa gert skyldu
sína, og honum varð því hughægra. Auk þess
hafði hann kotnist að raun um, að tengdamóð-
ir hatis — ef þessi Múlattakona væri það —
var alls eigi ógeðsleg, þótt hún bæri þennan
brúna hörundslit.
Hann var þó eigi kominn langt frá dyrun-
um, sem svo vandlega' hafði verið lokað fyrir
nefinu á honum, þegar þær aftur voru opnað-
ar. Hann leit við, því hann hélt að frúnum
hefði snúizt hugur, og vildu finna sig, en þá
sá hann að aldraður, maður þrýstinn og hold-
ugur kom út úr herberginu og jafnskjótt var
dyrunum lokað aftur.
Feiti karlinn gekk til hans, Iyfti hattinum
og sagðist vera skipslæknir.
«t*ér munuð vera herra Walter,« spurði
hann því næst.
Doktorinn hneigði sig samþykkjandi.
«Hum« sagði læknirinn og aðgætti þennan
eiginmann sjúklingsins með fremur kuldalegum
svip.
Reir urðu samferða upp á þiljur, og þar sagði
æknirinn: «Hm,— frú Walter er ákaflega veik
— mjög hættulega veik — eg get búizf við
því versta.« Og hann rendi augunum út yfir
hafið, eins og hann væri að horfa eftir blett-
inum, þar sem líki ungu konunnar mundi verða
hleypt niður. — »Hum, hún verður að hafa
fullkomið næði, enginn má ónáða hana —
— hún er búin að reyna alt og mikið, ojæja.
Hún er saklaust barn, og hefði átt að bíða með
að gifta sig,« og svo snuggaði í honum gremju-
lega, og hann bætti við með þjósti: < Hin
minsta óvarkárni getur gert út af við hana.
Svo lyfti hann hattinum og gekk með spek-