Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Síða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Síða 17
FORLAGAGLETNI. 41 ingssvið hratt aftur eflir skipinu svo að marr- aði í skónum. »Guð minn góður,« tautaði doktorinn, «þessi bjáni álítur mig þó aldrei vera barnamorðingja*, og hann reikaði í æstu skapi fram skipið. En þó varð gremja hans ekki langvinn. Horf- urnar á að hann kynni að verða ekkjumaður ef til vill áður en hann verulega væri orðinn eiginmaður, vakt hjá honum ýmsar hugsanir, undarlegar og blíðar. Honum fanst að þótf hann á þennan hátt losnaði við þetta andstyggi- lega hjónaband, fyndi hann þó til engrar gleði yfir horfunum á því. Blíðar brjóstgæðistil- finningar höfðu læðst inn í sálu hans, og hann fór að hugsa um alt það mótlætí, sem þessi vesalings kona mundi hafa orðið að þola, og orsakað hafði að hún var nú orðin dauð- veik bæði á sál og líkama. Og svo áttu það að verða forlög hennar að deyja svona ung. »Saklaus eins og barn» hafði læknirinn sagt. Nei, eftir því óskaði hann sannarlega ekki, jafn- 'vel þótt hann með því fengi frelsi sitt aftur. Það væri þó sannarlega nóg önnur ráð til að leys? þetta nauðungar hjúskaparband. Rétt- ast væri að brenna hjúskaparskuldbindinguna, sem þau hefðu verið neydd til að rita undir, og þá mundi enginn dómstóll vilja viðúrkenna þetta málainyndar hjónaband, og kirkjan mundi aldrei halda fram gildi þeirra eiða, sem þröng- vað væri fram með hótunum um bráðan bana. Og hjarta hans varð stöðugt blíðara og mýkra, svo það sem honum hafði fyrir tveim tímum fundist óbætanleg ógæfa, var honum nú farið að þykja vel viðunandi og óverulegt. Hann gat eigi gleymt hinum sáru kjökurslunum, sem hann hafði heyrt um morguninn í herbergi bonu sinnar. Og hann var farið að langa til að geta fengið að segja henni fáein huggunar- 0rð, til þess að reyna að sefa harm hennar, °g láta hana vita, að hann vildi vera vinur bennar og verndari og mýkja raunir hennar eftir megni. En nú yrði hún ef til vill liðið lík innan stundar, og hann hefði aldrei fengið að sjá hana í lifanda iífi. Hann hætti að hafa óbeit á því þótt hún kynni að hafa brún- an hörundslit. Dauðans skuggi hafði numið þann hleypidóm úr huga hans að fella verð á henni fyrir það, sem hlaut að vera henni ósjálfrátt. [Framh.] Heimkynni KínYerja í Lundúnaborg. Ef maður kemur til Lundúnaborgar snöggva ferð, svo sem til að dvelja þar hálfan mánuð eða þrjár vikur, verður niaður að jafnaði litlu nær í því að þekkja þessa miklu Babýlon og lífið þar. Maður hefir komist innanum helztu skraut- göturnar, samkomustaðina, torgin og sölustað- ina í vesturhluta borgarinnar, þar sem þessar hœrri tiu þúsundir, sem Englendingar kalla það, búa og lifa í öllum vellystingum praktuglega, eins og ríki maðurinn í dæmissögunni. Það er meira að segja hægt að vera þar svo í mörg ár, og fara meira og minna um borgina á hverjum degi, og hafa þó aldrei af öðru að segja. Þar er ríki munaðarins og tízkunnar, eyðslunnar og sterlingspundanna, svo eg segi ekki meira. En nú skyldi manni detta í hug einhvern góðan veðurdag að halda meira aust- ur á bóginn, austur í gegnum City —miðbik borgarinnar,—þar sem miljónirnar velta dag- lega handa á milli, þar sem er öll aðalverzlun borgarinnar og hjartastaður allra viðskifta á Englandi, þá kemur hann í austurhlutann, og mundi honum þá gefa á að líta, að ekki er allt gull sem glóir í þessari auðugu, gullvold- ugu borg — langmestu borg heimsins. Þegar þangað kemur, er hann kominn inn í verkamannadeild borgarinnar; þar eru stræt- in bæði þröng og skitin, og nóg um hávaða og skarkala. Mörg tungumál suða þar í eyrum honum í einu, og því nær sem kemur skipa- kvíum austur- og vestur-indversku verzlunarfé- laganna, því meiri verður hringlandinn og fjöl- breytnin. Ókennileguin andlitum með öllum hugsanlegum hörundslit bregður fyrir í hverju spori, og kemst hann'þar skjótt að þeirri nið- ó

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.