Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Síða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Síða 20
44 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ofan í spilin, að enginn þeirra tók eftir því að við komum inn, og enginn gegndi, þó við yrtum á þá. En það var einkennilega eftirtekt- arvert, að athuga þessi 23 andlit, sem voru þarna svo þétt saman, spent og æst, með tindr- andi augum. Kínverjar eru mjög gefnir fyrir hættuspil, og leggja alt í þau, sem þeir afla sér með vinnu sinni mánuðum saman. Spil þeirra heitir Fan-tan, og er leikið með tening- utn og 32 dómínctöflum, og geta ekki nema fjórir spilað í einu. Teningarnir skera úr, í hvaða röð þeir, sem spila, mega velja sár tvær töflur úr dómíuótöflunum; en þær liggja þar í átta hrúgum. Regar allir eru búnir að velja sér tvær töflur hver, leggja þeir þá fé und- ir, snúa dóminótöflunum við, og telja augu þau, er upp koma, hver hjá sér. Sá vinnur spilið, sem flest fær augun, og fellur þá í hans hlut alt það, sem lagt hefir verið undir í spil- inu, er verður svo að gjalda húsbóndanum í þessu spilavíti toll af gróða sínum. Við spurð- um, hvort þeir legðu mikið fé undir, en feng- um að vita, að þessir Kínverjar voru af hin- um allra snauðasta lýð þeirra, er vinnur í höfn- um og á skipum við hin verstu verk, og fá það illa borgað. En alt sem þeim áskotnast hverfur í þessar tvær djöfullegu hítir, hættu- spilin og opíumreykingar. Peir lifa hinu versta sultarlífi, og alt fer í spil og reykingar, með- an þeir eiga nokkurn eyri, og ef félagar þeina, eða þá húsbóndinn í þessum grenjum, sem alt lendir seinast hjá, liti ekki til með þeim, mundu þeir verða hrönnum saman hungurmorða. í einum afkima í spilagreni þessu sáum við einkennilegan útbúnað. Rar var stór, slétt hella, sem féll nákvæmlega út í hornið; á henni stóð glas, fult af olíu, og synti ofan á henni kveikur, og logaði Ijós á kveiknum. í kringum glasið stóðu nokkrir tómir eggjabik- arar, kínverskur vasi (einskonar hátt kerý og blómapottur, fullur af sandi. í vasanum voru mjóir tréprjónar, eitthvað 15 til 18 þumlunga langir. í herbergi einu litlu þar hjá voru eng- in rúmstæði, en skot eitt lítið var þar út í vegginn; þar var lítið altari í skotinu, og lágu á því ræmur af kínverskum gullpappfr og fagurlituðum silkidúkutn og páfuglafjaðrir hengu utan á því hér og þar. Ennfremur stóðu á því tómir eggjabikarar, vasar, ilmprjónar og olíuglas með Ijósi í. Ljós þetta er til minning- ar um framliðna ástvini. Við og við eru eggja- bikararnir fyltir með spíritus, ilmprjónunum er stungið ofan í blómpottinn, kveikt á þeim, og svo gera þeir bæn sína á meðan prjónarn- ir eru að brenna út. Við gengum svo fram í fremsta herbergið aftur. Maðurinn í sjómannafötunum hafði feng- ið sér í aðra pípu, og var að fást við að bua hana út. ^Petta kostar nú einn shilling (90 au) >, sagði hann og benti okkur á svo lítið glas með ópíumvökva, að það var ekki meira í því en sem svaraði tveimur fingurbjörgum. Verðið var ósvífið, ekki sízt þegar þess er gætt, að þessir garmar unnu sér varla meira inn en einn shilling á dag. Enskir útgerðar- menn, skipstjórar og vinnuveitendur nota sér það skammar'ega, hvað þessir austrænu menn heimta lítið af lífinu, og gjalda þeim sultar- kaup, og enginn skiftir sér um það. þó að þeir velti útaf í Englandi. Hvert ættu þeir að fara annað en í þessi glötunarhús, þegar eng- inn skilur þá annarstaðar? Og hvað þeirra bíð- ur þar, vorum við búnir að sjá og heyra af þeirra eigin vörum. Litli maðurinn, sem stóð við búðarborðið bauð okkur tebolla, og drukkum við hann sykur- og rjómalaust að kínverskum sið. Te- kanna er altaf á eldinum hjá Kínverjum og er látið í hana oft á dag. Mjólk og sykur vilja þeir ekki með — þykir það skemma teð. Eg spurði húsbónda, hvort hann teykti opíum eins og hinir, og svaraði liann þá dræmt: Margoft*. -Reykið þér mikið í einu?« «Margoft,» svaraði hann. Fimm eða sex aðrar Kínverjavistir voru þarna í nágrenninu; við komum í þær allar, og allar voru þær steyptar í sama mótinu, uema ef nokkuð var, voru þær enn óþverra- legri en þessi. Allar eru þær andstyggileg greni, jafnpestnæm bæði fyrir sál og Iíkama, enda

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.